Hvernig eigum við að fá kjósendur til að treysta stjórnmálamönnum?

Margir kjósendur hyggjast skila auðu í kosningunum. Það ber vott um mikla vantrú á stjórnmálaflokkum landsins. Það kemur ekki sérstaklega á óvart. Kjósendur hafa valið  Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn árum saman í þeirri trú að þeim væri best treystandi fyrir þjóðarskútunni. Þeir seldu landið og komu okkur gjaldþrot. Þessa dagana er að koma í ljós að stjórnmálaflokkarnir eru málaliðar stórfyrirtækja. Engan skildi undra að vantraust sé til staðar hjá almennum kjósendum.

Hér er um grafalvarlegt mál að ræða. Því hefur hegðun stjórnmálaflokkanna sem hafa þegið styrki og þagað um það komið okkur öllum mjög illa. Sem frambjóðandi Frjálslynda flokksins setur mann hljóðan. Frjálslyndi flokkurinn hefur alla tíð haft opið bókhald. Því hafa allir getað kynnt sér styrkveitingar til okkar. Því má segja að innihaldslýsingin á pakkanum sé vel læsileg og kjósendur vita hvað við stöndum fyrir. 

Við viljum;

afnema verðtrygginguna,

kvótann aftur til þjóðarinnar,

burt með einokun, komum á raunverulegri samkeppni,

afnemum spillingu, virðum mannréttindi,

aukum frelsi til allra, ekki fárra útvaldra flokksgæðinga.

Hvernig er hægt fyrir lítinn flokk á Íslandi, eins og Frjálslynda flokkinn, að fá tiltrú almennings og að við meinum það sem við segjum. Ég óska eftir heilræðum frá ykkur um þetta mál kæru lesendur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég set x við VG?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.4.2009 kl. 23:20

2 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Anna það er gott að þú treystir enhverjum fyrir atkæði þínu

Helga Þórðardóttir, 12.4.2009 kl. 23:32

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Helga ég set x við F og þekki marga sem ætla að gera það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.4.2009 kl. 01:29

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég ætla að setja mitt X við O eins og margir aðrir.  Ég vil fjórflokkana burt

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.4.2009 kl. 02:03

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það verður þungur róðurinn, að fólk GETI treyst stjórnmálamönnum, eftir allt það sem hefur gengið á.  Í fyrsta skipti eftir að ég fór að kjósa get ég ekki gert upp hug minn og reikna ég með að skila auðu.  Enginn sem nú er í framboði hefur getað sannfært mig um það að HANN/HÚN eigi skilið atkvæðið mitt.

Jóhann Elíasson, 13.4.2009 kl. 10:16

6 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Jóhann kíktu endilega til okkar í Glæsibæ og ég skal kynna fyrir þér okkar góðu málefni. Við höfum ekki þegið mútur og við erum heiðarleg í því sem við erum að gera. Allt upp á borðum.

Helga Þórðardóttir, 13.4.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband