Sjónvarp allra landsmanna og Frjálslyndir
14.4.2009 | 23:59
Nú fá stjórnmálaflokkarnir að kynna stefnumál sín í sjónvarpi allra landsmanna og það er vel. Það sem vekur undrun hjá mér er hve fjórflokkarnir fá að láta gamminn geisa um ekki neitt. Sérstaka athygli mína vakti hve innilega gamaldags og úræðalausir bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkur voru. Hjá þeim var eina lausnin stóriðja og að hjakka í sama farinu. Eru þessir flokkar ekki búnir að fá nægan tíma til að sanna sig og sýna fram á getuleysi sitt. Mér finnst kominn tími til að gefa þeim gott frí svo þeir geti hugsað hlutina upp á nýtt. Samfylkingin er því miður föst í því að eina lausn okkar Íslendinga sé Evrópusambandið. Það verður sjálfsagt erfitt tilhugalífið hjá þeim og VG. Ég var auðvitað rosa ánægð með minn mann hann Kalla Matt en ég var ekki ánægð með hve lítinn tíma hann fékk til að svara. Við Frjálslyndir erum reyndar vön því að vera sett út í kuldann af fjölmiðlum. Það getur stundum verið svo ótrúlega pirrandi því að við höfum svo margar góðar hugmyndir um það sem hægt væri að gera fyrir íslenskt þjóðfélag. Þó að það sé reynt að þagga niður í okkur Frjálslyndum þá gefumst við ekki upp því stefnuskrá okkar er svo góð og málefnin eru jú aðalatriðið. Ég vona svo sannarlega að fólk hlusti efir því hvað flokkarnir hafa fram að færa og þá mun okkur farnast vel.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stefnan var góð, ég er enn Frjálslyndur í anda & meiníngu, en skipbrotið var líkkiztulega okkar & séra Karl rak nú naglann fyrir bróður sinn í kvöld.
Flokkurinn er dáinn, lengi lifi flokkurinn.
Steingrímur Helgason, 15.4.2009 kl. 01:06
Sæl Helga....flott skrif hjá þér!
Steingrímur....flokkurinn er alls ekki dáinn og langt því frá.
Ég er ein af þeim sem er að koma til baka og svo er um fleiri. Nýtt fólk er líka að bætast við og mér finnst það einkennandi á þessum tíma, hversu margir eru tilbúnir að gera mikið og margt og leggja töluvert á sig til þess.
Okkur er engu lofað og við göngum ekki að neinu vísu....við þurfum að vinna fyrir öllu því sem pólitíkin hefur upp á að bjóða.
Það er gott að þú ert enn Frjálslyndur....ekki hætta því, við þurfum að þjappa okkur saman á tímum sem þessum og styðja við bakið á fólki eins og Helgu sem starfar af einlægri hugsjón og leggur heilshugar sitt af mörkum í baráttuna.
Bestu kveðjur.
Addý (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 12:24
Helga, frammistaða Karls var átakanleg. Þessi ömurlegi líkkistubrandari (um að hann vonaðist til að sem flestir dæju, sérstaklega í ákveðnum flokkum) hans var í besta falli hallærislegur og einstaklega óviðeigandi.
Það er líka átakanlegt að sjá þig og bræður þína í klappliði Guðjóns. Ég man ekki betur en Sigurjón hafi komið grátandi fram í fjölmiðlum og kvartað undan óheilindum Guðjóns.
BB (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:45
Addý Þakka þér fyrir jákvæð orð í minn garð. Það er eimitt þessi hugsunarháttur sem hvetur mig áfram og auðvitað góð málefni sem ég og aðrir flokksmenn berjumst fyrir. Það er eimitt vegna málefnanna sem ég og bróðir minn höldum áfram að berjast. Það er nú einhvern veginn þannig í lífinu að mönnum getur sinnast en þeir láta það ekki hafa áhrif á hugsjónir sínar. Ég og umræddur Sigurjón erum alin upp í þeim anda að það sé sjálfsagður hlutur að fyrirgefa og það sé mikilvægara að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og öðrum í lífinu.
Helga Þórðardóttir, 15.4.2009 kl. 23:08
Til ykkar kæru bloggfélagar sem eruð neikvæðir þá vil ég segja þetta. Allir gera mistök og ég líka. Ef við festumst í mistökunum þá komumst við ekki áfram. Munum að það erum við sjálf sem stjórnum lífi okkar en ekki einhverjir aðrir. Horfið á morgundaginn og finnið tækifærin en ekki festast í því liðna.
Helga Þórðardóttir, 15.4.2009 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.