Í hverra þágu er Sjálfstæðisflokkurinn
18.4.2009 | 23:51
Er Sjálfstæðisflokkurinn að berjast fyrir frelsi einstaklingsins. Ég á satt best að segja mjög erfitt með að koma auga á það. Mér finnst einhvern veginn eins og flokkurinn hafi fyrst og fremst verið að verja sérhagsmuni ákveðinna hópa í samfélaginu. Hvers vegna vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki tryggja eignahald þjóðarinnar á auðlindunum, fiskimiðunum vatninu jarðvarmanum,fallvötnunum og hugsanlegum olíuauðlindum. Vill ekki Frjálslyndi flokkurinn miklu frekar berjast fyrir frelsi einstaklingsins.
Frjálslyndi flokkurinn vill uppræta einokun, samráð, höft, gjafakvóta, og ofríki sem drepur niður frjálst framtak einstaklinga og frumkvöðla. Frjálslyndi flokkurinn vill frelsi til atvinnusköpunar í byggðarlögum landsins og nýliðun í atvinnugreinum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.