Skortverðbólga og rándýrt rafmagn. Hvað er í gangi?

Nýr búvörusamningur hefur verið gerður við bændur. Í honum felst skerðing. Látið er liggja að því að þar með séu bændur að taka sinn skerf af kreppunni. Hvernig bregst bóndinn við? Sjálfsagt mun hann framleiða minna. Ef niðurstaðan verður vöruskortur á íslenskum afurðum mun niðurstaðan verða hækkað vöruverð. Afleiðingin gæti orðið hækkun verðbólgu. Einnig mun samkeppnisaðstaða innfluttra afurða frá bændum í Evrópu styrkjast mjög. Nokkuð sérstök niðurstaða ekki satt?

Garðyrkjubændur samþykktu ekki þennan samning. Rafmagn til þeirra var nýlega hækkað um 25% og vilja þeir að sú hækkun gangi til baka. Frjálslyndi flokkurinn hefur barist fyrir að garðyrkjubændur fá sambærileg kjör og álverin á rafmagni. Við viljum efla ylrækt, og spara dýrmætan gjaldeyri á þann hátt. Auk þess skapast störf.

Er ég að misskilja hlutina en mér finnst eins og þessir gjörningar ríkisvaldsins séu ekki að draga úr áhrifum kreppunnar á Íslandi í dag.


mbl.is Garðyrkjubændur skrifuðu ekki undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Þú ert verðugur fulltrúi og átt fullt erindi á þing.

Gangi ykkur vel!

Ásgeir Rúnar Helgason, 19.4.2009 kl. 16:11

2 identicon

Rafmagnsverð er hækkað á fólk og fyrirtæki í landinu til að bæta upp allt of lágt verð til stóriðju. Landsvirkjun verður jú að fá fyrir kostnaði. Framleiðslukostnaður á rafmagni er ekkert lægri hérlendis en í öðrum löndum en stóriðjan hérna borgar það lægsta rafmagnsverð sem þekkist, að auki alls konar afslætti á sköttum og skyldum, sem verður til þess að aðrir þurfa þá í staðinn að taka meira á sig. Hvernig má það vera að framámenn í Frjálslynda flokknum eru hlynntir aukinni stóriðju (hlustaði á GAK áðan) þegar hún beinlínis verður til þess að aðrar atvinnugreinar hrynja?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 20:54

3 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Ylrækt er stóriðja. Ekki getum við verið sammála um stóriðju í áli þar sem ekkert ál selst í dag i kreppunni. Þar að auki verðum við öll að endurmeta hlutina upp á nýtt eftir mesta efnahagshrun landsins. Þó að við styðjum stóriðju þá er það ekki sama og að við styðjum álver. Við viljum fyrst og síðast skapa arðbæran atvinnuveg fyrir íslenska þjóð þ.e. að íslensk fyrirtæki njóti gróðans en ekki erlendir auðjöfrar

Helga Þórðardóttir, 19.4.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband