Sturla-maður fólksins

Stulli vinur minn stóð sig frábærlega á Nasa í kvöld. Hann er svo sannarlega maður fólksins og það er eimitt það sem við Íslendingar þurfum í dag. Stjórnvöld hafa ekki verið að gæta hagsmuna almennings en það mun Sturla svo sannarlega gera. Hann þekkir á eigin skinni í hvernig er komið fyrir svo mörgum. Stulli kemur úr atvinnulífinu og hefur svo margt fram að  færa sem getur hjálpað okkur Íslendingum út úr þessari kreppu. Hann þyrfti heilan sjónvarpsþátt til að koma öllum sínum góðu hugmyndum á framfæri . Ég hvet fjölmiðlamenn landsins til að gefa honum tækifæri til að tjá sig. Við Frjálslyndir eigum það inni hjá fjölmiðlum landsins að fá aðeins meiri athygli. Það verður einhver að kunna að flauta þarna á Alþingi. Sturla þú kannt svo sannarlega flauta svo láttu í þér heyra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála Sturla stóð sig vel í kvöld. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.4.2009 kl. 01:44

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála með Sturlu.. hann er með góðar hugmyndir.

Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 09:21

3 identicon

Frammistaða Sturlu var slík að honum tekst án efa að rífa fylgið í Reykjavík Suður upp í  heil tvö %.

BB (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband