ESB þras

Sorglegt að fylgjast með umræðunni um myndun nýrrar Ríkisstjórnar. Eina sem fjölmiðlamenn virðast hafa áhuga á er það hvort stjórnmálamenn séu tilbúnir að fara í ESB eða ekki. Það er eins og það sé sjálfsagt að þjóðin vilji ganga í ESB þar sem Samfylkingin fékk þetta mikla fylgi. Eftir að hafa tekið virkan þátt í kosningabaráttunni get ég  fullyrt að það var ekki Evrópusambandsaðild sem var efst í huga þeirra  Íslendinga sem ég ræddi við. Miklu fremur atvinnumálin, skuldir heimilanna og skuldastaða þjóðarinnar. Þjóðin á rétt á því að flokkarnir leysi þessa ESB deilu og komi sér að verki við að leysa vanda þjóðarinnar .Þeir verða að fara átta sig á því að það eru engir aðrir sem munu leysa vandann fyrir okkur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Sæl Helga.

Já fólk er áhyggjufullt yfir tómlæti Jóhönnu um öll önnur mál en ESB.....

Veistu hvað það kostar þjóðina bara að fara í aðildarviðræður ? ef þú vilt fræðast um það þá geturr þú séð það inn á síðunni minni ég bloggaði um það áðan á flokki - Evrópumál.

Kveðja.

Benedikta E, 27.4.2009 kl. 21:47

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta er dæmigert fyrir þessa asna. Var Ingibjorg ekki að snobba fyrir Öryggisráðinu á meðan allt var að fara fjandans til hér á landi?

Víðir Benediktsson, 27.4.2009 kl. 22:18

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér ég er orðin óendanlega þreytt á þessu endalausa ESBrausi.  Vil ekki fara þangað inn.  Vil fá lausnir fyrir heimilin og fyrirtækin í þessu landi, hér og nú, ekki eftir x mörg ár.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband