Fleiri gagnlega Borgarafundi-takk
5.5.2009 | 23:54
Í gærkvöldi hittumst við sem höfum staðið að opnum borgarafundum í fyrsta sinna eftir kosningabaráttuna. Það var ótrúlega gaman að hittast aftur og við vorum öll sammála um að þessir fundir okkar væru okkur bráðnauðsynlegir á þessum erfiðu tímum. Við sem stöndum að fundunum komum úr hinum ýmsu flokkum svo það má með sanni segja að við séum þverpólitísk hreyfing. Okkur var tíðrætt um það hve umræðan í kosningabaráttunni hafi oft á tíðum verið yfirborðskennd og léleg. Mönnum var tíðrætt um að stjórnmálamenn væru alls ekki að fylgjast með því sem væri að gerast í þjóðfélaginu. Þeir væru hreinlega í sínum eigin fílabeinsturni og að þeir væru ekki að gera sér grein fyrir stöðu fjölda fólks og hvað þá að gæta hagsmuna almennings. Við vorum öll sammála um að halda fundunum áfram,okkur til fróðleiks og vonandi einhverjum öðrum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá ykkur, það þarf eitthvað svona til að eitthvað gerist. Áfram Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2009 kl. 00:06
Bestu fréttir sem ég hef lesið í dag.
Þið eigið heiður skilinn.
Þórður Björn Sigurðsson, 6.5.2009 kl. 00:43
Ég er orðin fylgjandi algjöru hruni, greiðsluverkfalli og 0 stillingu á öllum skuldum
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.5.2009 kl. 01:19
Mikið er ég glöð að heyra þetta, tek undir með henni Ásthildi, það þarf einmitt eitthvað svona til að fylgja málunum eftir. Og veita Alþingi aðhald.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.5.2009 kl. 02:05
Gott að heyra, Helga!
Vonandi halda fundir áfram.
Hlédís, 8.5.2009 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.