Opinn borgarafundur

Mánudaginn 11.maí verður opinn borgarafundur haldinn í Borgartúni 3 kl 20. Yfirskrift fundarins er skuldir heimilanna og aðgerðir. Frummælendur verða Marinó G.Njálsson frá Hagsmunasamtökum og Sveinn Aðalsteinsson. Marinó mun kynna hinar ýmsu aðgerðir sem Ríkisstjórnin hefur boðað í þágu heimilanna. Sveinn mun tala um skuldir og stöðu þjóðarbúsins og heimilanna. Mætum, fræðumst, verum viðmælendur og tökum virkan þátt í þjóðmálaumræðunni. Vonandi sé ég ykkur sem flest á fundinum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ, ég er að sjá þetta fyrst núna, hefði að vísu ekki komist kl: 20:00, en hefði kíkt við þegar ég var búin að vinna ef ég hefði vitað af fundinum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.5.2009 kl. 00:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi gekk allt vel Helga mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 11:04

3 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Fundurinn var mjög athyglisverður og það var vel mætt. Það er greinilega mikil þörf fyrir svona fund. Fólki var svo heitt í hamsi að það var erfitt að fá fólk út úr húsi. Ég var ekki komin heim fyrr en rúmlega ellefu í gærkvöldi. Ég held að við verðum að hafa annan fund um sama málefni.

Helga Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband