Ég vil sjá visku og framtíðarsýn hjá stjórnmálamönnum
13.5.2009 | 00:12
Hver er framtíðarsýn Ríkisstjórnarinnar. Ég á satt að segja mjög erfitt með að koma auga á hana. Flestar aðgerðir miðast við að taka á vandanum þegar barnið er dottið ofan í brunnin en ekki reynt að koma í veg fyrir hann. Væri ekki nær að koma í veg fyrir fjölda gjaldþrot heimila með almennum aðgerðum en að vera stöðugt að lappa upp á ónýtt kerfi. Það er staðreynd að í okkar þjóðfélagi hefur réttur lánveitenda verið alger og það er hægt að elta skuldara út yfir gröf og dauða. Þessu verðum við almenningur að breyta með því að standa saman og láta í okkur heyra. Stjórnmálamenn sýnið visku og vinnið þvert á flokka að lausnum fyrir íslenska þjóð. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.