Einkavæðingin og afleiðingar hennar

Var að horfa á frábæra heimildarmynd um einkavæðingu og afleiðingar hennar. Þetta er þýsk heimildarmynd eftir Florian Opitz. Í myndinni er sérstaklega litið til einkavæðingar á grunnþjónustu eins og rafveitu,vatnsveitu og heilsugæslu. Einkavæðingunni var hrundið í framkvæmd að undirlagi alþjóðlegra fjármálastofnana í Washington og Genf eins og Aljóðagjaldeyrissjóðsins, Alþjóðabankans og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Afleiðingarnar voru vægast sagt hörmulegar. Myndin á fullt erindi til okkar Íslendinga á þessum erfiðu tímum og vekur upp margar spurningar. Hvað er gróði og hvers vegna erum við mannskepnan svona gráðug? Hvernig samfélag viljum við búa börnum okkar? Núna höfum við tækifæri til að stokka upp og endurskipuleggja þjóðfélagið upp á nýtt. Við þurfum að vera á varðbergi fyrir óprúttnum glæframönnum svo við getum búið til þjóðfélag sem byggir á réttlæti og jöfnuði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sammála þér Helga! Takk fyrir þennan pistil.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.5.2009 kl. 01:29

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

AGS er glæpafyrirtæki.  Burt með AGS strax, áður en þeir fara að sýna klærnar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.5.2009 kl. 01:31

3 identicon

Af hverju þarf grunnþjónusta að sýna hagnað? Er ekki nóg að hún geti rekið sjálfa sig nokkurnveginn á sléttu? Ég skil þetta alls ekki. Græðgisvæðingin er viðbjóðsleg og við eigum að útrýma henni úr íslensku þjóðfélagi. Við sjáum núna hvert hún hefur leitt okkur, allt í kalda koli hérna.

Sammála Jónu: Burt með AGS glæpasjóðinn.

Ína (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 01:43

4 identicon

HAfið þið einhverja hugmynd um hvernig ástandið var i löndunum áður en AGS kom? Þið vitið að það var ástæða að þeir komu. Löndin gátu ekki borgað skuldir sinar, a flestum stöðum voru politiskar krísur, spilling og ólýðræðislegir stjórnarhættir. Þott Ags hafi gert ýmislegt rangt þá eru þeir ekki alslæmir. Þeir fara inn í lönd þar sem er allt í rust, það ber að hafa í huga.

Þessi heimildarþáttur var einn sá lélegasti sem ég hef séð. Ju, heilbrigðiskerfið var einkavætt i Filipseyjum og nær ekki til allra. EN hverjir voru það sem einkavæddu það og bjuggu ekki þannig um hlutina að allir gætu fengið aðgang að kerfinu. Var það ekki rikið ? ER það ekki rikið sem brast í því að setja á tryggingar fyrir alla. Það var auðvitað ekki minnst a heilbrigðiskerfið i Sviss en það þykir eitt það besta i heimi en þar er allt einkarekið en ríkið sér öllum fyrir tryggingum. Best að sleppa þvi. Ja, og sleppum að minnast á hvernig Bretland var statt fyrir Thather, en þa var það orðið eitt af fátækustu ríkjum Evrópu en komu ser aftur upp á hennar tima.

Það sem skein i gegnum þessa mynd var ekki það að einkavæðing klikkaði heldur rikið. Aðal skylda rikisins er að gæta öryggi borgarana. I öllum þessum dæmum gerði rikið það ekki. Rikið setur leikreglur sem einkaaðilinn starfar eftir , einkaaðilinn reynir eðlilega að reyna að græða sem mest innan þess ramma, sem er eðlilegt. Það er ekki hlutverk einkaaðilans að veita ókeypis læknisþjónustu eða rafmagn heldur er það hlutverk rikisins að ganga i skugga um það að allir geti fengið lágmarks lifsviðurværi. Rikið getur t.d tryggt þá tekjuminnstu sérstaklega. Einkaðilinn reynir að hamarka afköst og getu sem skilar ser síðan út i samfélagið.

Þessi þáttur setur fram einfaldra mynd á flóknu malefni. Eg er ekki viss um að þeir sem bjuggu í Sovétríkjunum hafi liðið betur en þar sem einkavæðing hefur farið fram. Ísland varð ríkt á einkaframtakinu (sjávarútvegur á 20 öld). Ég gæti farið til Rússlands og tekið viðtöl við eitthvað fólk sem for illa ´´ut úr ríkiseinokun sett það i heimildarmynd og gert það voða dramatískt, tulka atvik eins og mér hentar(voða hentugt að kenna einkavæðinugu um lestarslys, sérstakleg þar sem lestarslys verða víst líka hja hinu opinbera, þvílík vittleysa og bull). En allavega, þetta var mesta drasl heimildarmynd sem ég hef séð og ég vona að þið takið þessa mynd ekki alvarlega.

Haraldur (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 01:52

5 identicon

góður pistill um góða mynd, en veslings Haraldur horfði með blinda auganu & hlustaði með daufa eyranu einka rekstur þar sem eru samkeppnis hömlur er skelfilegur möo ríkiseinokun er slæm einkaeinokun kallar á uppreisn.

Hér eru nokkur tilfelli einkavæðing bifreiðaskoðunar lagaðist þegar samkeppni var leifð, eikavæðing símalínanna ekki séð fyrir endann á því og  einkavæðing á fiskinum í sjónum 

Tryggvi (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 02:45

6 identicon

Haraldur, hvernig stendur á því ef það kemur gagnrýni á einkavæðingar nútímans þá er svarið oftast að tala um Stalín og Sovétríkin? Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað.

Fólk sem notar gífuryrði eins og "drasl heimildarmynd" eða "þvílíkt vittleysa og bull" er yfirleitt ekki í jafnvægi, í sjokki eða með slæman málstað að verja.

Við þurfum nú ekki að leita lengra en hingað til Íslands til að finna hræðilegar afleiðingar einkavæðinga. Hefuru litið á strætókerfið nýlega? Hvernig fór með bankana? O.s.frv.

Þú talar mikið um hvernig ástand var fyrir og eftir. Eins og kom fram í myndinni var lestarkerfið í Englandi eitt það skilvirkasta og besta í Evrópu fyrir einkavæðingu, algerar rústir eftir einkavæðingu. Eftir einkavæðingu á vatni í S-Ameríku hækka þeir verðið þessari lífsnauðsyn um 30-300% strax á 1 viku þannig að 1/4 af mánaðarlaunum fólks fór nú í þessa hít. Regnvatnið frá Guði komið jafnvel orðið eign einhvers fyrirtækis útí bæ! Hvernig er hægt að verja svona auðsjáanlega græðgi stórfyrirtækja eins og Bechtel?

 Skoðaðu skrif nóbelsverðlaunahafans Joseph Stiglitz um einkavæðingar og mikil inngrip IMF í þróunarlöndum. Hvernig örfáir spilltir aðilar græða og skila þjóðir skilvirkt eftir í skuldafangelsi og með ónýta atvinnuvegi. 

Blandað hagkerfi er að sjálfsögðu eina ráðið. Norræna velferðarmódelið. Græðgiseinkavæðingar stórfyrirtækja á atvinnuvegum smáþjóða eru krabbamein sem þarf að vinna bug á og koma í veg fyrir með öllum ráðum með því að halda fólki upplýstu. Þess vegna var þetta mjög góð og þörf heimildamynd fyrir Íslendinga. Takk fyrir kæra RÚV. 

Jóhann Björnsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 04:04

7 identicon

Haraldur.

Heibrigðiskerfið í Sviss er mjög gott, það er rétt. Það veit ég af eigin reynslu, en það er líka eitt það dýrasta í heiminum. En það er ekki einkarekið. Flestöll sjúkrahús, og þá ekki síst háskólasjúkrahúsin, er rekin af sýslunum (Kantonen). Og hvað áttu við með því að ríkið sjái öllum fyrir tryggingu? Þetta er ekki rétt. Að vísu er hér tryggingar-obligatorium, sem þýðir að allir verða að vera tryggðir og það hjá tryggingarfélögum sem eru einkarekin. Iðgjöldin eru mjög há og munu á þessu ári hækka um alt í 20%. Þetta er einmitt núna eitt stærsta þemað hér í Sviss. Það þýðir að mánaðarleg iðgjöld fara að nálgast kr. 100.000. 

Af hverju ertu að skrifa um hluti sem þú hefur ekki vit á? 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 06:30

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta var einstaklega vekjandi heimildamynd enda hefur hún unnið til fjölda verðlauna víða um heim. Þetta er líka flott umræða sem færsla Helgu hefur vakið hér. Skil reyndar engan veginn hvernig er hægt að verja einkavæðingu almenningsþjónustu eins og Haraldur finnur sig knúinn til.

Ef Sovétríkin eru gott dæmi um það hve opinber rekstur er neikvæður þá hefði myndin í gær átt að opna augu hans fyrir því hvaða afleiðingar einkarekstur heilsugæslunnar hefur fyrir þá sem hafa ekki efni á því að verða veikir. Það var líka ljóst að viðhaldi og rekstri lestarkerfisins í Bretlandi hefur farið stórlega aftur síðan það var einkavætt.

Miðað við hans upplifun þá tók hann við áróðri litlu heimildamyndarinnar frá AGS, sem var spilað inni í miðjum þætti gagnrýnislaust, en hafnaði því sem J.S. Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði hafði að segja. Hann hefur líka hafnað því sem lestarstjórinn í Brigton, frelsihetjan í Soweto og hjúkrunarfræðingurinn á Filippseyjum sögðu um afleiðingar einkavæðingarinnar.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.5.2009 kl. 14:36

9 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið og fróðlegar umræður. það er greinilegt að þessi mynd hefur vakið marga til umhugsunar.Ég er ekki svo hrædd um að við einkavæðum heilbrigðis og menntamál því ég vil bara ekki trúa að við séum svo heimsk. Þar hef ég meiri áhyggjur af niðurskurðinum og á hverjum hann lendir. Hvernig ætlum við að forgangsraða osfrv. Ég hef hins vegar miklar áhyggjur af því að við missum auðlindir okkar í hendurnar á einhverjum auðhringjum eins og skuldastaða okkar er í dag.

Helga Þórðardóttir, 29.5.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband