Verðhækkanir fyrir hvern?

Það er eitt sem ég skil ekki við síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hún fær 2. milljarða nettó í sinn vasa en við sem skuldum þurfum að greiða 8.milljarða. Hver græðir á þessu eiginlega. Eru það lánastofnanir eða er þetta eingöngu gert til að þóknast AGS eins og Lilja Mósesdóttir var að gefa í skyn. Getur einhver gefið mér skýringu á þessu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl systir og takk fyrir í dag.

Þetta er góð spurning hjá þér en ég treysti mér alls ekki til að reyna að svara henni en vonandi gerir það einhver.

Sigurður Þórðarson, 30.5.2009 kl. 22:46

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Samkvæmt einfaldri tölfræði þá kemur það til með að kosta þjóðina 680 milljarða að ná þessari 170 milljarða hagræðingu á fjárlögin!

Ef útboðið hljóðar upp á þessar tölur þá býð ég 70% í verkið. Og skila því fyrir júnílok. Svo fer ég með vini og kunningja til Mílanó og ríf í mig gullbrasað pasta.

Árni Gunnarsson, 30.5.2009 kl. 23:22

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þetta minnir mig 'gamalmennið' á 8 og 9. áratuginn. þá voru verðhækkanir ríkisins á umræddum vöruflokkum reglulegar og ábyggilegar ásamt gengisfellingum og gjaldeyrisskömmtunum og metnaðarlausum ríkisbönkum og illra staddri útgerð. Allt er þetta að komast í það lag sem við skildum við það fyrir 15 árum eða svo. Bæði eru Jóhanna og Steingrímur börn þessa tíma og kunna ekki betri ráð. Ég held að AGS beri ekki sökina heldur er hún einsog svo gjarnan okkar eigið framlag.

Gísli Ingvarsson, 31.5.2009 kl. 00:03

4 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Siggi takk sömuleiðis. Þetta var virkilega notaleg veisla og þú getur svo sannarlega verið stolur af syninum. Kalli er frábær strákur sem á örugglega eftir að láta í sér heyra.

Helga Þórðardóttir, 31.5.2009 kl. 00:20

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ríkið fær rúm 10 milljarða því það fær líka hækkanirnar á lánunum vega eigar sinnar á bankastofnunum landsins..

Óskar Þorkelsson, 31.5.2009 kl. 00:47

6 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Nú er ég að skilja þetta. Ríkið er búið að eignast lánastofnanirnar svo það græðir en almenningur borgar eins og alltaf.

Helga Þórðardóttir, 31.5.2009 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband