Den tid den sorgen-ég vissi bara ekki betur!
13.6.2009 | 00:13
Nú eiga Alþingismenn okkar að samþykkja eða fella Icesave samninginn hans Svavars. Þeir eiga að kjósa án þess að sjá samninginn. Hvað knýr þá til þess? Hvað knýr heila þjóð til að láta slíkt viðgangast? Er það íslenska veiðimannaeðlið. Þetta reddast eða réttara sagt að fresta vandanum. Er það óskin um að láta ekki trufla sig við daglega iðju, búðarráp og slíka hluti. Er það of erfitt að vera raunsær, skynsamur, fyrirhyggjusamur, nákvæmur eða ábyrgur. Veiðimenn lifa fyrir stundina. Bretar eru það ekki því semja þeir ekki af sér. Mér finnst tími til kominn að við tileinkum okkur hegðun borgara. Það er gaman að vera veiðimaður og láta hverjum degi nægja sínar þjáningar en núna er mál að linni. Við verðum að sýna ábyrgð, barnanna okkar vegna. Fullveldis Íslands vegna. Vaknið kæru samborgarar. Hugsa, horfa og framkvæma svo, takið afstöðu, hvað viljið þið? Fljótum ekki að feigðarósi í annað sinn.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
það er mér algerlega óskiljanlegt hvernig hægt er að bjóða alþingi upp á svona díl.. það skrifar enginn heilvita maður undir óséðan samning..
Óskar Þorkelsson, 13.6.2009 kl. 02:03
Þú gleymir því Helga, að fyrrverandi fjármálaráðherra Árni Matthiessen skrifaði undir Icesave samning við Hollendinga þann 11. október 2008, þar sem Íslendingar áttu að byrja að borga strax, fulla upphæð, og þú getur rétt ímyndað þér hvernig það hefði verið fyrir okkur, með evruna á 180 krónur í dag, hugsaðu þér.
Við vorum svo heppinn að fjármálaráðherra Hollands er Íslandsvinur, og hann ógilti samninginn og samdi við Íslendinga um nýjan samning sem hljóðaði uppá Ísland byrjaði að borga eftir sjö ár, sem þýðir að, á þeim tíma verður líka komin inn útlánin úr Icesave, og líka að við getum borgað niður höfuðstólinn á tímanum, og þ.a.l. minnkað afborganir. Eða breytt afborgunarskilmálunum ef okkur byðist svo.
Ég er nú bara að stikla á stóru og hef þetta eftir Hollenskum fréttum.
Og að ná þessum sama samningi við Breta er stórsigur. Jafnmikill stórsigur og þegar við unnum Þorskastríðið forðum. Og það er Hollendingu að þakka.
Þeir sem sitja í súpunni eru alveg brjálaðir út í Hollenska fjármálaráðherrann og heimta afsögn hans, fyrir að semja svona illa af sér.
Svo farðu nú varlega í gagnrýni þinni. Ekki blása upp læti að óþörfu um þennan samning því þá missum við þetta út úr höndunum á okkur, og sitjum uppi með helvítis samningin sem Árni Matt. gerði og undirritaði þann 11. október 2008 eins og fyrr sagði.
Og þetta með að Alþingismenn eigi að kjósa um samning sem þeir hafa ekki séð.
Þá hélt ég nú fyrst að þú værir að grínast. En ég tek varann á og spyr þig: Hvernig í ósköpunum dettur þér slíkt og þvílíkt í hug?
Halló! Það er búið að leggja fram samninginn, til samþykktar. Fyrir samningnum talaði Steingrímur J.
En ef þú ert að tala um að enginn hafi séð samninginn sem Árni Matt gerði þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn séð hann, um aðra veit ég ekki.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.6.2009 kl. 02:33
Lilja ekki fara með ósannindi, minnisblað getur ALDREI orðið samningur, annað í þessari athugasemd þinni ber vott um þekkingarskort og "blinda" trú á VG og það getulausa lið.
Jóhann Elíasson, 13.6.2009 kl. 21:18
Takk fyrir upplýsingarnar Lilja. Það er ákaflega athyglisvert að þú hafir fengið þessar upplýsingar í hollenskum fjölmiðlum. Er þetta ekki svolítið lýsandi fyrir hvað við fáum litlar upplýsingar í íslenskum fjölmiðlum. Ég tel mig fylgjast nokkuð vel með þessu mál og öðrum sem tengjast þjóðfélagsumræðunni. Ég hlusta mikið á rás eitt og þar finnst mér Spegillinn bestur. Ég var á þingpöllum þegar Steingrímur kynnti samninginn og ég er búin að fara á fund með Stefáni Má sem hefur kynnt sér þetta mál í þaula. Ég hef mætt á Austurvöll alla daga þessa vikuna og rætt við fólk og þar á meðal þó nokkra þingmenn. Stefán ásamt þeim þingmönnum sem ég hef talað við segjast ekki hafa séð samninginn og viti því allt of lítið. Stefán Már segir að samningurinn liggi hjá lögfræðingum Utanríkisráðuneytisins til yfirlestrar .Ég tel mig vera að taka afstöðu út frá því sem ég hef kynnt mér. Mér finnst allt of margir óvissuþættir í samningnum. Þetta er bara mín skoðun og ég vildi bara óska þess að fleiri hefðu áhuga á því að kynna sér þetta mikilvæga mál. Við höfum allt of lengi látið mata okkur og verið of trúgjörn á að stjórnmálamennirnir okkar séu að gæta hagsmuna almennings. Við eigum svo sannarlega ekki öll að vera á sömu skoðun en það er mikilvægt að við stöndum vaktina saman
Helga Þórðardóttir, 13.6.2009 kl. 21:33
Ég gleymdi einu atriði. Stefán Már upplýsti mig um það að þetta minnisblað Árna skipti engu máli þar sem það var ekki samþykkt af Alþingi.
Helga Þórðardóttir, 13.6.2009 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.