Er Icesaveskuldin aðgöngumiði inn í ESB
16.6.2009 | 17:44
Hvers konar bull er þetta. Eiga menn að skrifa undir samning sem þeir fá ekki að sjá? Það er verið að setja okkur upp við vegg og neyða okkur til að skrifa undir. Eigum við að samþykkja eitthvað sem við getum ekki staðið við og það sem meira er mótaðilinn veit að við getum ekki borgað. Það hlýtur að vera þarna eitthvað gruggugt á ferðinni sem við fáum ekki að sjá. Mig grunar helst að það eigi að nota skuldina sem aðgöngumiða inn í ESB. Það verða sennilega engar aðildarviðræður því samningsstaða okkar verður svo hrikaleg. Ætlar ESB að nota Icesave til að komast yfir auðlindir okkar. Viljum við fara inn í ESB sama hvað það kostar og hvað getum við gert?
Enn leynd yfir Icesave-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Á að segja mér að almennir borgarar hér hafi áhuga á að Ísland renni inn í þetta samband ? Ég get ekki ýmyndað mér það.
Það sem þarf að gera er að koma Samfylkingunni frá og það ekki seinna en núna.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 18:53
Það er hárrétt að það er verið að setja okkur upp við vegg og neyða okkur til að standa við skuldbindingar sem við gengumst undir af þeim stjórnvöldum sem þá voru við völd. Og það finnst öllum, öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. Noregur! Hvað ætti að vera gruggugt við það? Hefðum við fengið hollenska og breska banka inn í landið sem hefðu "lofað að ávaxta sparifé íslensks almennings" með ábyrgð þarlendra stjórnvalda þá hefðum við ætlast til þess að þarlend stjórnvöld stæðu við skuldbindar sínar. Gerir sér engin grein fyrir þeim fjármunum sem hollensk og bresk stjórnvöld eru að borga vegna skuldbindinga sem íslensk stjórnvöld eru EKKI að standa við?
Guðrúna Hannesdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 18:55
Ég gruna að þetta sé einmitt málið. Ég hef verið fylgjandi því að ganga i ESB en enni borga hvaða kosnað sem er fyrir ingongu, og hef núna engan áhuga að fara þarna inn þar sem við þurfum að láta þetta ganga yfir okkur.
En til hvers að fara i ESB, til að fá evru fyrist og fremst, alla vega finnst flestum sem ekki eru i hópi öfga evróputruar hópi samfylkingunnar, og hverjar eru líkur á að við fáum evru innan á næstunni, nákvæmlega engin, serstaklega ekki ef við fáum þessa skuld yfir okkur sem kemur til með að halda gjalmilinum niðri og veikja efnahag okkar um langa framtíð.
við munum seint standast skylirði evrunar og ef icesave verður samþykkt, þá enn seinna.
Jóhann Hallgrímsson, 16.6.2009 kl. 19:35
Sæll Jóhann
Ef við förum ekki á eftir evrunni (hvenær sem hún fengist) hvað ætlum við þá að fá?
Guðrúna Hannesdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 19:45
Jóhann eins og skuldastaða okkar er í dag þá tekur það okkur 30 ár að uppfylla skilyrði ESB til að fá evru. Staðan hlýtur að vera mun verri ef við tökum líka Icesaveskuldirnar á okkur. Ég held að eini möguleikinn sé einhliða upptaka evru eða dollar.
Helga Þórðardóttir, 16.6.2009 kl. 21:02
Það er það sem ég er klaufalega að reyna að segja, það er a.m.k ekkert forgangsmál að fara í ESB, og evru draumurinn hefur aldrei verið fjarðlægri en nú, og verður enn fjarðlægari á föstudaginn. Þegar við loksinns getum tekið upp evru verður íbuafjöldinn á plánetunni Mars meiri en á Jörðinni.
Jóhann Hallgrímsson, 16.6.2009 kl. 22:13
Jubb, icesave er miðinn okkar. Hvað tekur svo við hef ég ekki grænan grun en kæmi mér ekki á óvart að með viðurkenningu á icesave þá verði okkur heimilt innan árs að taka upp Evru á þokkalegu skiptigengi til að draga úr hinum íþyngjandi birgðum á icesave þ.e. gera okkur auðveldara að greiða pakkann. Bara pæling!
Arinbjörn Kúld, 16.6.2009 kl. 22:48
Iceslave er miðinn, og innkallanir á kvóta eru gjaldið sem verður notað í aðildarviðræðunum. Sem betur fer þarf þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að samþykkja þennan gjörning. Ég treysti því að við höfum vit á því meirihlutinn að hafna ingöngu í ESB algjörlega.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.6.2009 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.