Verð ég stór skuldug þegar ég kem heim aftur?
28.6.2009 | 02:19
Ég er að fara á morgun til Svíþjóðar á mínar gömlu heimaslóðir.Ég bjó þar í níu ár og börnin fjögur áttu þar yndislega æsku. Það er með svolítið blendnum tilfinningum sem ég fer í burtu að þessu sinni. Ég má eiginlega ekki vera að því að yfirgefa þjóð mína núna. Ég er að undirbúa borgarafund um Icesavedeiluna í Iðnó á mánudaginn. Ég er líka svo hrædd um að hið háa Alþingi geri börnin mín stórskuldug meðan ég er fjarverandi og ég hafi ekkert um það að segja. Ég vil að börnin mín verði Íslendingar og þess vegna lagði ég svo ríka áherslu á að flytja heim áður en þau færu að festa of miklar rætur í Svíþjóð. Mig langar líka til að eyða ellinni á Íslandi. Reyndar þarf ég ekki að kvarta því ég vann við kennslu í níu ár í Svíþjóð og á þeim tíma safnaði ég í sænskan lífeyrissjóð. Ég held ekki að þeir hafi verið að braska með Lífeyrissjóðina í Svíþjóð svo það er gott til þess að vita að eiga von á peningum í erlendri mynt. Ég er líka á þeirri skoðun að það sé hollt fyrir mann að gleyma áhyggjum um stund og koma endurnærður til baka í baráttuna því ég er nokkuð viss um að erfiðleikarnir séu rétt að byrja. Ég vona svo sannarlega að þið kæru landar standið vaktina meðan ég er fjarverandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góða ferð og góða skemmtun í Svíþjóð, ég stend vaktina ásamt mörgum öðrum á meðan þú ert erlendis.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.6.2009 kl. 02:22
Þakka þér fyrir það Jóna og njóttu íslenska sumarsins því það er best. Ég kem heim aftur 12.júlí. Vonandi get ég eitthvað komist á netið og fylgst með.
Helga Þórðardóttir, 28.6.2009 kl. 02:32
Uuu , svar: Já. Því miður en er á meðan er og njóttu Svíþjóðar.
Arinbjörn Kúld, 28.6.2009 kl. 02:48
Lítið hætta á að krakkarnir verði annað en Íslendingar héðan af. Vona að þú hafir að gott í Sverige og komir endurnærð til baka.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.6.2009 kl. 12:27
Þér fylgja góðar kveðjur og beztu óskir, Helga. Vertu í sambandi við okkur á Moggablogginu, og haltu áfram að styðja okkar þjóðfrelsisbaráttu, þú ert ekki síður dýrmæt þar en aðrir.
Jón Valur Jensson, 28.6.2009 kl. 13:36
Góða ferð og Góða heimkomu. Vonandi kemurðu að betra landi en það var áður en þú fórst.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.7.2009 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.