Ringlaður Ögmundur
15.7.2009 | 23:03
Sat á þingpöllum í dag og fylgdist með umræðunni um aðildarumsókn Íslendinga að ESB. Þetta var á köflum stórfurðulegur málflutningur og sérstaklega fannst mér ræða Ögmundar Jónassonar undarleg. Hann hafði uppi stór orð um það hvað allt væri slæmt hjá Evrópusambandsríkjunum og að hann væri alfarið á móti því að ganga í ESB. Því næst sagði hann að hann myndi styðja frumvarpið um aðildarumsókn í ESB eftir einhverjar samningaviðræður. Ég veit ekki hvort hann átti einhverjar samningaviðræður við sjálfan sig því ég hélt að menn ættu að kjósa samkvæmt eigin sannfæringu. Hann átti í miklum vandræðum með að svara fyrirspurnum frá þingmönnum um kostnað og hvort hann væri tilbúinn að leggja út í svona mikinn kostnað um leið og hann þyrfti að skera niður í heilbrigðiskerfinu. Hann fór undan í flæmingi og sagði að aðildarumsókn ætti nú ekki að kosta eins mikið og menn héldu. Ég fór síðan ásamt nokkrum VG kjósendum og við reyndum að ná tal af Ögmundi til að reyna átta okkur á því hver raunveruleg afstaða hans væri. Okkur var tilkynnt að hann væri á fundi og gæti ekki hitt okkur. Ég held miklu frekar að hann hafi ekki vitað í hvorn fótinn hann ætti að stíga og hafi hreinlega ekki getað horfst í augu við kjósendur sína. Tek fram að ég kaus ekki VG heldur sjálfa mig og er satt best að segja mjög fegin að hafa ekki kosið neinn af fjórflokkunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Facebook
Athugasemdir
Rétt hjá þér Helga, Ögmundur var út úr kú með málflutning sinn. Maðurinn tók hvorki með sér siðvit né dómgreind þegar hann mætti í vinnuna í dag.
Páll Vilhjálmsson, 15.7.2009 kl. 23:31
Steingrímur er greinileg búinn að berja hann.
Sigurjón Þórðarson, 16.7.2009 kl. 23:31
Já það hefur sennilega verið danglað í hann
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.7.2009 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.