Skín við sólu Skagafjörður
30.7.2009 | 00:03
Ég er komin á Sauðárkrók og ætla að hafa það huggulegt hér í nokkra daga hjá honum Sigurjóni bróður. Ég hlakka til Unglingalandsmótsins sem verður haldið hér á Króknum um Verslunarmannahelgina. Það verður gott að gleyma vandamálum þjóðarinnar um stund og fylgjast með ungum Íslendingum spreyta sig í hinum ýmsu íþróttagreinum. Byrjaði reyndar á því að fara á fótboltaleik í kvöld. Liðin sem kepptu voru Hamar og Tindastóll og okkur til mikillar ánægju sigraði Tindastóll með einu marki.
Það mun reyndar mæða nokkuð á Sigurjóni bróður þessa helgi þar sem hann er formaður Ungmennasambands Skagafjarðar. Kannski get ég orðið að einhverju gagni enda erum við nokkuð mörg á heimilinu eða níu manns ásamt hundi og hamstri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vonandi hafið þið það gott og hundurinn og hamsturinn líka
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.7.2009 kl. 02:51
Hafið það gott Helga mín og ég bið að heilsa Sigurjóni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2009 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.