Takk fyrir góða skemmtun á unglingalandsmóti
3.8.2009 | 01:33
Skemmtilegu Unglingalandsmóti var að ljúka á Sauðárkróki . Ég byrjaði daginn á því að mæta í sundlaugina og vera tímavörður í sundkeppninni. Það var mjög gaman að fylgjast með gleðinni og keppnisandanum sem ríkti hjá sundköppunum.
Að keppni lokinni fór ég í frábæra gönguferð um gamla bæinn með leiðsögn. Það kom glöggt fram að það er stórmerkileg saga í hverju koti hér á Króknum. Til að mynda var fyrsti holskurður á Íslandi framkvæmdur á Sauðárkróki.
Við Sigurjón bróðir fórum með krakkana á lokaskemmtunina í kvöld. Hljómsveitin Von hélt uppi fjörinu í stóra tjaldinu. Þetta er frábær hljómsveit og gleðin skein og hverju andliti bæði hjá yngri kynslóðinni og þeim eldri. Síðan fóru fram mótsslit á íþróttaleikvanginum þar sem herlegheitunum lauk með glæsilegri flugeldasýningu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.