Góður fundur

Fundurinn á Austurvelli var stórgóður. Ræðumenn fundarins voru frábærir  en þó verð ég að viðurkenna að Einar Már er í mestu uppáhaldi hjá mér. Egill og KK voru líka góðir og náðu svo sannarlega að fá fólkið með sér. Það fór ekki framhjá mér að þarna var svolítið annað mannval en á flestum þeim mótmælafundum sem ég mætt á undanfarið. Ég var satt best að segja mjög ánægð með það. Mér finnst það einmitt sýna fram á það að það séu fleiri að vakna til vitundar um það að við verðum að standa saman sem þjóð. Við megum ekki eilíft skipa okkur í fylkingar eftir flokkum. Hér eru of alvarleg mál á ferðinni til þess að við höfum efni á því. Mikið er gert úr nærveru Davíðs Oddssonar og finnst mér það satt best að segja hálf fáránleg umræða. Látum nú ekki alla umræðu snúast um þessa einu persónu. Hafa ekki hægrimenn rétt á því að mótmæla. Annars finnst mér þetta hægri og vinstri orðið svo útþynnt en það er nú önnur saga. Við erum jú öll Íslendingar hvar í flokki sem við stöndum og höfum rétt á því að berjast fyrir réttlátara samfélagi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Ég ætla ekki að fara í einhverja samkeppni um fjölda á fundum. Gott mál að fólk skemmti sér á laugardaginn.

Helga Þórðardóttir, 13.8.2009 kl. 23:36

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég taldi bara 500 enda nota ég sömu talningaðferð og löggan og fjölmiðlar sl vetur....

btw.. ekki séns að það hafi verið 80 þ manns á gay pride.. 

Óskar Þorkelsson, 14.8.2009 kl. 02:25

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég tek undir með orðum þínum Helga!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.8.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband