Björn Valur Gíslason varaformaður fjárlaganefndar segir fyrirvarana engu breyta

Mér brá satt best að segja nokkuð við að hlusta á fullyrðingar Björns Vals Gíslasonar alþingismanns VG í sjónvarpsfréttum kvöldsins. Hann gefur í skyn að fyrirvararnir séu bara eitthvað sjónarspil sem engu breyta. Ég veit ekki hverju maður á að trúa lengur. Ég veit að reyndar hefur Björn Valur verið á sjó undanfarnar vikur  svo hann er kannski eitthvað úti að sigla ennþá. Hann er hins vegar ekki bara óbreyttur þingmaður þar sem hann er varaformaður fjárlagnefndar. Er hann að tala í nafni stjórnarinnar? Ég er eins og margir Íslendingar alveg orðin uppgefin á þessu blessaða Icesavemáli en ég geri mér jafnframt grein fyrir alvöru þess. Ég var svo sannarlega að vona að þessir fyrirvarar væru einhver lausn og væru jafnframt alveg öruggir. Ég vil ekki gefast upp og þess vegna krefst ég þess að þingmenn klári málið. Klári það, þannig að það sé ekki neinum vafa undirorpið að Icesaveskuldirnar  setji okkur ekki  á hausinn og að fyrirvararnir haldi.
mbl.is Munum tala eins lengi og þarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Það sem Björn benti á var að  fyrirvararnir breyttu engu með höfuðstól eða vexti skuldarinnar. Þeir setja bara þak á árlegar greiðslur.

svanur (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 22:13

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek undir með þér.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.8.2009 kl. 22:13

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæl Helga

Því miður er Icesave málið allt of flókið til þess að almenningur geri sér almennt grein fyrir alvöru þess.

Ég setti pistil á smuguna þar sem ég reyni að koma á framfæri að skaði Breta er engann veginn sá sem settur er fram í samningnum.

Nú óttast ég að þingmenn skilji ekki hvað það er hættulegt að skrifa yfirhöfuð undir þennan samning og nauðsyn þess að byrja upp á nýtt við samningsborðið.

Vonum það besta.

þ.e. að það verði ekki heimskingjarnir sem fái að ráða

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.8.2009 kl. 23:45

4 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Satt segrðu Jakobína. Við verðum að vona það besta. Við Gunni sendum öllum þingmönnum bréf í kvöld um að fara aftur vel yfir þessa fyrirvara og sjá til þess að þeir verði samþykktir af Bretum og Hollendingum áður en þeir samþykkja þá. Vonandi sýna þingmennirnir okkar skynsemi

Helga Þórðardóttir, 22.8.2009 kl. 00:04

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er nákvæmlega það sama og ég hef verið að skrifa um á blogginu hjá mér.  Þessir "fyrirvarar" skipta ENGU máli, þeir eru haldlausir með öllu, þeir breyta samningnum EKKERT og eru bara BLEKKINGríkisstjórnarinnar til að fá Alþingi til að samþykkja ríkisábyrgð við Ices(L)ave til að UMSÓKNARFERLIÐ í ESB verði ekki fyrir truflun.

Jóhann Elíasson, 22.8.2009 kl. 07:33

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Við erum með algjörlega tapaða stöðu.  Ekkert land styður okkur í þessu Icesave, við verðum látin borga þetta hvort sem okkur líkar betur eða verr og þar skipta einhverjir "nýju föt keisarans" fyrirvarar engu. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.8.2009 kl. 07:59

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er enginn að tala um að við borgum ekki heldur er "SAMNINGURINN" sem slíkur óásættanlegur og það verður einfaldlega að semja upp á nýtt.  Með því að vera að væflast með þetta mál í tæpa ÞRJÁ mánuði, við að reyna að "lappa" uppá nauðungina, er ríkisstjórnin búin að kosta þjóðina offjár en þið sem styðjið þessa stjórn viljið ekki sjá það.

Jóhann Elíasson, 22.8.2009 kl. 08:38

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jóhann,

Gott of vel semjum aftur en það þarft tvo til að dansa tangó.  Við fellum samninginn og heimtum eins og frekur krakki sem hefur gert axaskaft að endursemja.  Fyrsta spurning Hollendinga og Breta verður:

1. Hver er með samningsumboð fyrir hönd Alþingis?

Svo segja þeir:

2.  Þessi samningur er okkar besta útspil, vextir hafa hækkað síðan þessi samningur var gerður svo hvað viljið þið og hvað gefið þig á móti?

Svo geta þeir líka sagt, það er búið að semja, það er ykkar mál að koma þessu í gegnum þingið?

Ætli hér verði ekki stjórnarkreppa. Ég get ekki séð að Bretar og Hollendingar fari að endursemja við þessa ríkisstjórn. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.8.2009 kl. 09:48

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eins gott að þú verðir ekki í samninganefndinni, því þú ert fyrirfram búinn að gefa þér að næsti samningur verði "lakari".  Ég verð nú að segja að öllu meira BULLen það sem þú skrifar hef ég ekki áður vitað.  Stjórnarkreppa segir þú, hvað hefur þessi ríkisstjórn gert svo einhverju máli skipti þótt hún hrökklaðist frá?

Jóhann Elíasson, 22.8.2009 kl. 11:17

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jóhann,

Þegar maður er í samningagerð er gott að gera ráð fyrir hinu versta og setja sig í spor andstæðingsins. Ég ef ekki gefið mér að samningurinn verði lakari, aðeins sett fram spurningar og staðreyndir sem ættu að fá menn til að meta líkurnar á að samningurinn gæti orðið lakari, þær eru nefnilega ekki núll eins og sumir vilja halda.

Það er staðreynd að vextir hafa hækkað á ríkisskuldabréfum í Bretlandi sem þrengir alla samningsstöðu. 

Það er kannski best að líta bara á staðreyndir sem BULL eins og þú segir og redda öllu á ofurbjartsýninni.  Auðvita rúllum við yfir Breta og Hollendinga og skipum þeim að samningaborðinu, þetta verður ekkert mál.

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.8.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband