Nú ætla Íslendingar að selja frá sér mjólkurkúnna. Magma Energy með forstjórann Ross í fararbroddi ætlar að eignast orkuna á Suðurnesjum.Þeir ætla að dæla orkunni upp hratt og örugglega, græða helling og vera löngu farnir af landi brott áður en 130 árin verða liðin.
Þegar maður les um Ross hefur hann aðallega keypt fyrirtæki og byggt þau upp. Þegar rétti tíminn er kominn til að selja, selur hann hæstbjóðendum. Það sem kemur honum á fætur á morgnana er vonin um gróða. Hvort hann grillar á kvöldin veit ég ekki. Hann mun því hámarka HS orku og selja fyrirtækið svo. Að hámarka þýðir að skera niður allan kostnað eins og laun. Að hámarka er að hækka verð vörunnar, það dregur að kaupendur, marg endurtekið í S-Ameríku.
Að selja frá sér sína mjólkurkú er ekki skynsamlegt. Þá getum við nefnilega ekki aflað okkur tekna til að endurgreiða skuldir okkar.
Að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn neiti okkur um að eiga áfram HS-Orku byggir á því að þá getum við ekki endurgreitt lánin til AGS. Þá verðum við áfram þrælar þeirra og neyðumst til að sitja og standa eins og þeim þóknast. Þar með er afgangurinn af auðlindum okkar líka farinn. Þar með verður búið að einkavæða allt, heilbrigðismál, menntamál, vatn, rafmagn-allt.
Við verðum að snúa vörn í sókn, ef við stöndum saman þá sigrum við.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Umhverfismál, Viðskipti og fjármál, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Það hafa nú margir áttað sig á því að efnahagshrunið var löngu planað. Ekki af einföldum bankamönnum (þó þeir hafi talað um snilld...) eða einfaldra manna krónu og aura - útrásarmanna sem líka töldu sig snillinga.
Ég tel mig vera raunsæjan og með opinn huga og álykta að töluverðar líkur séu á því að hrunið hér hafi verið að undirlægi afla sem hafa haft augastað á Íslandi um nokkurt skeið.
Nú erum við að horfa upp á herlegheitin og það koma hingað aðilar, einn af öðrum, til að ná undir sig því sem nauðsynlegt er í þessu ömurlega ferli.
Vegurinn liggur í gegn um valdhafana, með góðu (slefandi bisnessmenn) eða illu (AGS). Sérlega áhugavert var að átta sig á því að þessi Ross - frontur Magna Energy náði að fá fund með forsetanum og þar með var björninn unnin. Allt snýst þetta um trúverðugleika og svo sannarlega náði hann takmarki sínu með því að plata einfaldann embættismanninn, Ólaf Ragnar.
Ábyrgðarmaðurinn (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 22:58
Ég fæ hroll þegar ég les fréttir um Magma. Og forstjórann þar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.8.2009 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.