Sorgardagur hjá Borgarahreyfingunni

Mér finnst þessi niðurstaða ákaflega sorgleg. Ég var að vona að fylkingarnar innan Borgarahreyfingarinnar  gætu sæst. Ég veit að í báðum fylkingum er gott fólk sem vill vinna vel fyrir íslenska þjóð og vill sjá breytingar á íslensku samfélagi. Ég kynntist hugsjónunum þar sem ég var með við upphaf Borgarahreyfingarinnar og maður gat ekki annað en hrifist af þeim baráttuhug sem þá ríkti. Ég ákvað þó að halda mig við minn gamla flokk fyrst og fremst vegna hugsjónanna. Ég get með sanni sagt að ég er stolt af þeirri ákvörðun. Ég veit líka hvað það getur verið erfitt að vera í litlum flokki sem hefur stórar hugsjónir því það þarf ekki svo marga einstaklinga til að gera allt vitlaust og svo nýtir fjórflokkurinn sér líka deilurnar og elur á þeim. Ég vil nota tækifærið og óska báðum fylkingunum velfarnaðar í starfi.
mbl.is Klofningur í Borgarahreyfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu það þetta snerist aldrei um málefni, bara fólk !

Þessir þrír einstaklingar sem eru búnir að svíkja það sem þeir fóru á stað með, geta aldrei öðlast aftur trú !

En , er það þannig að ef þú gefur vinnu þína í pólitík þá er það ávísun á óheilindi ?

JR (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 01:03

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl vertu Helga. Ég deili þessari reynslu með þér og það er ótrúlegt hvað menn geta fundið sér til að óánægðast út af þegar komið er í pólitík. Auðvitað vilja menn nýta sér það tækifæri sem er í því að hafa beinan aðgang að valdinu sem Alþingi á að vera.  Alveg tók nú steininn út þegar menn áttu að fara að skrifa upp á svik við kjósendur eins og ég túlkaði yfirlýsingu Eiríks Stefánssonar. Sama bullið virðist vera í gangi í Borgarahreyfingunni sem þýðir að hin lýðræðislegu öfl sem þykjast vera virðast  breytast í einræðisöfl. Sammála þér að þetta er ömurlegt til afspurnar og upplifunar bæði fyrir okkur í FF og þau í Borgarahreyfingunni og nýútgengna þingmenn. kveðja Kolla 

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.9.2009 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband