Hvar er hetjan mín- góð grein
25.9.2009 | 00:41
Mig langar að halda áfram að benda ykkur á góðar greinar sem maður má ekki láta fram hjá sér fara.
Umrædd grein birtist í Morgunblaðinu í dag og er fyrirsögnin Hvar er hetjan mín. Greinin er skrifuð af Aldísi Baldvinsdóttur lögfræðingi á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna. Aldís er greinilega frábær penni og það var virkilega gaman að lesa þessa grein þó að hún lýsi grafalvarlegum hlut. Hún fjallar um þá hörmulegu stöðu sem skuldarar þessa lands eru í og skilningsleysi stjórnvalda á stöðu þeirra.Ég hvet ykkur til að komast yfir Moggann í dag og lesa þessa grein og meta sjálf. Svo er stóra spurningin ,verða svona góðar greinar birta í framtíðinni undir forystu Davíðs Oddssonar. Ég ætla að vera bjartsýn og vona það besta þar til annað kemur í ljós.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Aldíz þezzi, hefur enda líka fram yfir aðra ættíngja zína að vera einhver albezta zöngkona zem að ég hef zpilað fyrir undir, auk þezz að vera undurfalleg mannezka í allri viðkynníngu.
Steingrímur Helgason, 30.9.2009 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.