"Tíðindalaust af austurvígstöðvunum"- bara smá fréttir frá AGS

Í fréttum kvöldsins heyrði ég þessar fullyrðingar:

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sér ýmis batamerki í íslenska efnahagslífinu.

Staðan er hins vegar slæm bæði hjá fyrirtækjum og heimilum í landinu.

2/3 lána  til fyrirtækja þarf að endurskoða og jafnvel afskrifa.

Við erum meðal skuldugustu þjóða í samanburði.

Við skuldum 310 % af landsframleiðslu. 

Skuldirnar eru hins vegar viðráðanlegar.

Strangt aðhald í peningamálum er þó áfram nauðsynlegt. 

Við þurfum enn meira aðhald í ríkisfjármálum.

 

Fyrir hrun hefði ég sjálfsagt ekkert velt þessu mikið fyrir mér og bara haldið áfram að ganga frá í eldhúsinu. Ég hefði sjálfsagt tekið þetta allt gott og gilt og trúað því að þarna væru menn á ferðinni sem væru að hugsa um  velferð  mína og þjóðar minnar. 

Núna velti ég svona fullyrðingum fyrir mér. Hvað þýðir t.d. bati í efnahagslífinu? Þýðir það að það verður betra mannlíf á Íslandi eða fá fjármagnseigendur og bankarnir fleiri tækifæri til að braska áfram.

Ég velti því líka fyrir mér af hverju var bara talað um að afskrifa skuldir hjá fyrirtækjum en ekki heimilum. Ég veit að fyrirtækin eru mikilvæg en eru heimilin það ekki líka?

Hvað þýðir viðráðanlegar skuldir. Ég vil gjarnan fá nánari skýringu á því hvaða merkingu þeir leggja í viðráðanlegar skuldir. Mér væri t.d. ekki sama um það ef meirihluti launa minna færi í að borga afborganir og vexti af lánum og ég hefði ekkert svigrúm til að gera  nokkurn skapaðan hlut.

Hvað þýðir enn meira aðhald í ríkisfjármálum? Verður fyrst og fremst ráðist í að skera niður í velferðarmálum. Hvers konar samfélag verður á Íslandi eftir nokkur ár ef stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ræður för, varla Norrænt velferðarþjóðfélag. Ég bara spyr.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

"það þarf bara meira aðhald í ríkisfjármálunum"  Þegar u.þ.b 20% stofnana ríkisins eru óþarfar, rekstur ráðuneyta og stofnana er í þvílíkum ólestri þar er bruðlað út í eitt með skattpeninga almennings.  Ríkisstjórnin hefur ekki kjark til að taka á þessum hlutum þess í stað er SKORIÐ niður í velferðarkerfinu og boðaðar stórfelldar skattahækkanir og þetta lið kallar sig "ríkisstjórn fólksins", "afsakið á meðan ég æli".

Jóhann Elíasson, 3.11.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband