Er þöggun í gangi hjá RUV

Horfði á fréttatíma kvöldsins bæði á RUV og stöð 2. Það vakti athygli mína að hvorki var minnst á stórgóðan útifund á Austurvelli né Icesaveumræðuna  sem fram fer á Alþingi Íslendingaá RUV. Stöð 2 nefndi bæði þessi mál og að auki var greinagóð frétt um yfirlýsingar fjármálaráðherra Hollands síðan í mars um það að okkur beri ekki lagaleg skylda til að borga Icesave. Er einhver þöggun í gangi hjá RUV?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Nafna !

Hvar; ég hafði snúið mig á fæti, niður í Þorlákshöfn, í fyrradag, þá hafði ég ei tök á, að koma á fundinn, í gær (28. Nóvember), og hefði ég farið, hefði ég kosið, að fara vopnaður.

Vopnavaldið er; það eina - sem óstjórnin skilur.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 02:28

2 identicon

Og; að þessu viðbættu, tek ég undir grunsemdir þínar, um lúpu hátt forráðamanna RÚV; heilshugar.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 02:36

3 Smámynd: Sævar Finnbogason

Þessi frétt er uppsuða úr ræðu sem maðurinn hélt í mars og hér eru engar nýjar fréttir, aðeins áróður. Ef þú lest skjalið sérðu að Hann er að segja hér að menn hefðu átt að hugsa til þess þegar reglurnar voru settar að það gæti tekist á við kerfishrun og því ætti að endurskoða reglurnar.

Það semhann er EKKI að segja er að það að reglurnar hefðu mátt vera öðruvísi leysi aðila undan því að fra eftir þeim. Þetta er mikilvægur greinarmunur. Ekki láta Ara sjálfstæðispésa Edvald róa í ykkur með svona bulli

Sævar Finnbogason, 29.11.2009 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband