Húrra fyrir Pétri Blöndal-lausnin er þjóðaratkvæðagreiðsla
29.12.2009 | 01:48
Vonandi sjá þingmenn ljósið og samþykkja breytingartillögu Péturs. Þetta getur ekki verið annað en lausn fyrir ríkisstjórn sem er í miklum vanda og stendur frammi fyrir því að samþykkja vondan samning gegn vilja 70% þjóðarinnar. Þeir fá að minnsta kosti tíma til að ræða önnur mikilvæg mál og þjóðin fær þá virkilega tíma til að kynna sér málin vel. Það er svo sannarlega kominn tími til að þjóðin fái að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei því miður er ekki meirihluti á Alþingi fyrir svona gáfulegri tillögu. Hvað með þessar rúmlega 30.000 undirskriftir á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson að samþykkja ekki IceSlave? Hann mun örugglega styðja sína menn í Baugi, og samþykkja IceSlave vegna tengsla við JÁJ. ( Jón Ásgeir Jóhannesson)
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.12.2009 kl. 02:49
Þetta er búið að blasa við síðan Ices(L)ave var tekið upp núna í haust og er svosem enginn NÝR sannleikur en Pétur Blöndal er bara sá fyrsti af þingmönnum til að viðurkenna þetta opinberlega. Því miður hef ég ekki trú á að "forsetaræfillinn" okkar hafni því að skrifa undir lögin, ef svo slysalega vill til að Alþingi samþykki þau, því hann fer ekki gegn vilja "gömlu" kommafélaganna. Hvað hann notar sem afsökun í þetta skiptið veit ég ekki en hann hlýtur að finna eitthvað eins og í sumar.
Jóhann Elíasson, 29.12.2009 kl. 10:33
Hugmyndin er góð og ég vona að fólk sjái að sér og samþykki hana.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2009 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.