Efni
Bloggvinir
- sigurjonth
- kreppan
- skulablogg
- asthildurcesil
- larahanna
- jakobk
- heidistrand
- huxa
- reykur
- raksig
- herdis
- jonvalurjensson
- gmaria
- berglist
- siggith
- saemi7
- skessa
- lehamzdr
- fiski
- ragnar73
- georg
- katrinsnaeholm
- sailor
- annabjo
- jensgud
- baldvinj
- jenfo
- olinathorv
- zeriaph
- kjartan
- gudruntora
- gbo
- jonaa
- kolbrunerin
- arh
- rannveigh
- svarthamar
- skari60
- johanneliasson
- rheidur
- hallarut
- alla
- neddi
- thjodarsalin
- xfakureyri
- lillagud
- neytendatalsmadur
- gretarmar
- gunnsithor
- brell
- utvarpsaga
- disdis
- benediktae
- arikuld
- andrigeir
- tbs
- stormsker
- asgerdurjona
- axelthor
- gattin
- kallimatt
- brynja-hlif
- gretar-petur
- hallurmagg
- fullvalda
- kreppuvaktin
- framtid
- gumson
- andres08
- bjarnimax
- eldlinan
- egill
- eirikurgudmundsson
- bofs
- haddi9001
- kliddi
- daliaa
- bassinn
- kaffistofuumraedan
- krist
- raudurvettvangur
- rosaadalsteinsdottir
- samstada-thjodar
- duddi9
- stjornlagathing
- thjodarheidur
Mætum á Bessastaði kl10:30 í fyrramálið
1.1.2010 | 20:58
Liðsmenn InDefence ætla að afhenda Ólafi Ragnari undirskriftirnar kl 11 í fyrramálið. Mæting er 10:30 við afleggjarann svo hægt sé að skipuleggja viðburðinn. Þetta á að vera tilkomumikil athöfn þar sem ættjarðarsöngvar verða sungnir og kveikt á blysum. Það er búið að spá góðu veðri á morgun og er þetta því kjörin útivist fyrir alla fjölskylduna. Ekki skemmir náttúrufegurðin á Bessastöðum fyrir. Mætum með góða skapið sýnum samstöðu í þessu mikilvæga máli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á The Work Of Art eftir Zinruss Studio
Athugasemdir
Helga.
Þú virðist vera ein af þessum, framsóknarmönnum með stuðningi náhirðarinnar úr sjálfstæðisflokknum, hópi og getur því svarað.
Hvers vegna eruð þið auglýsa um undisskriftir gegn ICESAVE borgun ?
Það er búið að samþyggja að borga ICESAVE, það var gert í sumar !
JR (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 21:43
Sæll Jr ég er í Frjálslyndaflokknum . Þetta málefni er ekki flokkspólitískt. Þetta varðar framtíð okkar og það að við göngumst ekki undir hvað sem er. Finnst þér sem sagt að við eigum að gefast upp fyrir lánadrottnum okkar. Það verður líka að sýna fram á það að við séum borgunarmenn. Ef þú vilt skoða skuldastöðu okkar betur ættirðu að skoða glærunar hérna á síðunni til hliðar sem fylgdu bréfinu okkar til Strauss Kahn.
Helga Þórðardóttir, 1.1.2010 kl. 21:58
Sæl Helga.
Þú spyrð hvort ég vilji gangast undir hvað sem er !
Nei, þess vegna vil ég að ICESAVE liðið borgi sínar skuldir sjálft !
Ég vil ekki borga skuldir ICESAVE liðsins ! En, alþingi er búið að samþyggja að borga þessar skuldir !
Hvernig væri að ,,þið" sem segist ekki vilja borga hvað sem er, beinduð alhygli fólks á að fá ICESAVE liðið til að borga sínar skuldir ?
Að síðustu, þú svaraðir ekki minni spurningu .
Hvers vegna eru ,,þið" að auglýsa undirskriftir gegn ICESAVE borgun ?
JR (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 22:22
Sæll JR,
gleðilegt að þú viljir að þeir sem stofnuðu til skuldanna greiði þær. Ég er hjartanlega sammála þér í því. Að Alþingi tók skuldirnar að sér dregur verulega úr þeim kvata sem nauðsynlegur til að eltast við glæpamennina.
Ég get bara sagt fyrir mig að ég hef alltaf skilið undirskriftasöfnunina vera um þjóðaratkvæði um lögin núna í desember. Ef lögin í desember öðlast ekki gildi þá gilda lögin frá því ágúst.
Gunnar Skúli Ármannsson, 1.1.2010 kl. 23:01
,,Ég get bara sagt fyrir mig að ég hef alltaf skilið undirskriftasöfnunina vera um þjóðaratkvæði um lögin núna í desember. Ef lögin í desember öðlast ekki gildi þá gilda lögin frá því ágúst."
Ekki eruð þið sem standið fyrir undirskriftarsöfuninni svona vitlaus ?
Er ekki fullt af fólki með gráður í háskólum þarna ?
Eða er þetta bara venjuleg pólitík ?
Ég er bara venjulegur íslendingur, búinn að vera á vinnumarkaði í 60 ár og þar af 30 ár á sjó !
JR (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.