Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvernig við ætlum að berjast við vandamál framtíðarinnar-XF.IS

Sveitastjórnarkosningar verða 29 maí en þær verða ákveðinn prófsteinn fyrir þjóðina. Vaxandi vantrú gætir hjá almenningi til stjórnmála og er það í raun mjög skiljanlegt. Við verðum þó að velja okkur fulltrúa og núna þurfum við að vanda valið.

Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki gengið fyrir mútum eins og ráðandi stjórnmálaöfl. Frjálslyndir eru ekki nefndir á nafn í rannsóknarskýrslu Alþingis í tengslum við eitthvað misjafnt atferli. Bókhald flokksins hefur frá upphafi verið opið.

Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í flokknum, ný forysta valin og margir nýir félagsmenn bæst í hópinn. Við komum því til leiks með hreinan skjöld.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur mælt með kröftugum niðurskurði sem lendir oftast á velferðarmálum. Frjálslyndi flokkurinn hafnar þessari leið og ætlar að verja velferðina.

Með vaxandi fátækt er hætta á því að sum börn eigi þess ekki kost að njóta máltíða með skólasystkinum sínum. Þess vegna vill Frjálslyndi flokkurinn innleiða gjaldfrjálsar skólamáltíðir.

Reynslan hefur kennt okkur að borgararnir þurfa meiri völd, ekki bara á fjögurra ára fresti. Því teljum við að 10% kosningabærra mann geti farið fram á kosningu um mikilvæg málefni. Salan á HS orku er eitt slíkt dæmi. Auk þess teljum við að gagnsæi þurfi að vera algjört þegar fulltrúar okkar sýsla með fjármuni almennings. Það þarf að vera auðvelt að rekja öll útgjöld og hver ber ábyrgð á þeim.

Reykjavíkurborg verður að auka mannaflsfrekar framkvæmdir til að hemja atvinnuleysið. Sjávarútveg og iðnað þarf að efla og samtímis að skapa aukin verðmæti með þekkingu og nýsköpun. Orkuveita Reykjavíkur er því miður mjög skuldug og leita verður allra leiða að halda OR í eigu Reykvíkinga. Frjálslyndi flokkurinn telur mjög brýnt að óháð rannsóknarnefnd rannsaki sveitarstjórnarstigið.


Íbúalýðræði eða Loðvík 14

Konungar fyrr á tímum töldu sig eiga einkarétt á valdinu eins og berlega kemur fram þegar Loðvík 14 sagði "ríkið það er ég". Franska byltingin snéri þessu við þannig að almenningur hefur valdið og deilir því til sinna fulltrúa með kosningum.

Borgabúar hafa stundum reynt, án árangurs, að hafa áhrif á sína kjörnu fulltrúa milli kosninga. Gott dæmi er salan á HS Orku í Borgarstjórn. Þá mættu margir á pallana í Ráðhúsinu og mótmæltu kröftuglega. Þá túlkaði meirihlutinn sjálfan sig á sama hátt og Loðvík 14 gerði um árið.

Þar sem almenningur skilur að það skiptir litlu máli að æpa sig hásan, þá er fólk ekkert að eyða tíma í pólitískt starf eða mótmæli því það kemur svo sem engu til leiðar hvort eð er.

Þessu vill Frjálslyndi flokkurinn breyta. Við teljum að 10% kosningabærra manna eigi að geta fengið kosningar um einstök mál. Þar með er almenningur kominn með völd á milli kosninga og mun það glæða pólitískan áhuga almennings. Þetta mun virka fyrst og fremst sem hemill á valdstéttina við að þröngva einhverjum vafsömum málum í gegn. Þetta er færsla á valdi til okkar, almennings, sem erum ríkið, ekki satt?


Hverjum treystið þið fyrir velferðinni

Grein sem birtist eftir mig í Morgunblaðainu í dag.

 

Það er erfitt að spara þegar maður er góðu vanur en flestir draga úr óþarfa en halda í nauðsynjar þegar að kreppir. Við í Frjálslynda flokknum teljum velferðina vera nauðsyn og ætlum að verja hana.Við verðum að verja börnin okkar og einnig þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Það er óásættanlegt að börnin okkar borgi fyrir glæpi fjárglæframanna. Á krepputímum verðum við að draga úr allri yfirbyggingu. Þá eigum við við þau stjórnsýslustig sem mega missa sig án þess að grunnþjónustan skaðist. Allur lúxus eins og bílastyrkir, símastyrkir, einkabílstjórar, utanlandsferðir og fleira í þeim dúr sem ekki tengist velferð beint verður að bíða betri tíma.

Skattar á almenning hafa aukist verulega sem gerir einstakligum erfitt fyrir,hvað þá að örfa hagvöxt með neyslu. Frjálslyndi flokkurinn telur þá leið fullreynda.

Frjálslyndi flokkurinn er algjörlega andvígur sölu á auðlindum þjóðarinnar til erlendra aðila og mun gera allt til að Orkuveita Reykjavíkur verði áfram í eigu borgarbúa.  

Frjálslyndi flokkurinn  vill beita sér fyrir því að Reykjavíkirborg kaupi innlendar vörur til að efla íslensk fyrirtæki.

Mjög nauðsynlegt er að skapa fyrirtækjum möguleika á að vaxa og dafna í borginni. Tengja þarf grunnatvinnuvegi eins og sjávarútveg og iðnað við þekkingariðnað til að auka verðmæti. Sprotafyrirtæki atvinnulífsins verða að fá andrými, jafnvel með ívilnunum, ekki dugar að skattleggja hvert annað eða að við sitjum öll í nefndum á vegum hins opinbera. Það verður seint í askana látið.

IMG 3329

 

 


Hugmyndir Frjálslyndra að sparnaði hjá Reykjavíkurborg

Frjálslyndi flokkurinn veit að ekki dugar að koma með innantóm kosningaloforð í þeirri kreppu sem Ísland er í dag. Frjálslyndi flokkurinn í Reykjavík hefur mótað sér stefnu af raunsæi, við teljum okkur horfast í augu við staðreyndir lífsins.

Við rekstur Reykjavíkurborgar viljum við forgangsraða þannig að allur lúxus lendir fyrst undir sparnaðarhnífnum. Lúxus er sá hluti rekstrarins sem má missa sig án þess að velferðin í borginni skaðist.

Dæmi um sparnað;

  • Seljum Tónlistarhúsið -  því það mun verða mikill baggi á borginni og auk þess soga til sín alla fjármuni sem mögulegt er að tileinka menningu,
  • einkabílstjórar,
  • bílastyrkir,
  • símastyrkir, 
  • aðkeyptar skýrslur og skoðanakannanir,
  • utanlandsferðir.
  • Hægt er að fækka stjórnunarstigum.
  • Afnemum veisluhöld.
  • Sameinum sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.

 

Velferð á ekki að finna fyrir hnífnum fyrr en allur lúxus er horfinn.

Við verðum að opna stjórnsýsluna þannig að borgararnir geti fylgst með í hvað útsvarið þeirra er notað. Það þarf einnig að vera ljóst í öllum tilfellum hver ber ábyrgð á ákvörðunum um útgjöld borgarinnar.


Ég sætti mig ekki við niðurskurð AGS á velferð

Sagan kennir okkur að þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemur löndum til hjálpar í kreppum versna kjör almennings verulega. AGS gengur út frá því að lánadrottnar fái sitt og að því loknu nær þjóðin hallalausum fjárlögum með niðurskurði. Niðurstaðan er þá sú að sukkararnir í bankakerfinu sleppa og almenningur borgar allan skaðann. Þetta er margendurtekin saga í mörgum löndum og getur hver sem er kynnt sér þá sögu á netinu. Aftur á móti virðist enginn íslenskur blaðamaður hafa kynnt sér þessa sögu í þaula.

Íslenska ríkisstjórnin ætlar greinilega að fylgja fyrirmælum AGS út í ystu æsar. Árni Páll er sendur út af örkinni til að segja landslýð sannleikann fyrir haustið. Nú verður enn meira skorið niður og fólki sagt upp störfum. Fátækt mun aukast enn frekar og sjúkdómar munu stjórna örlögum okkar í ríkara mæli sökum niðurskurðar í velferðarmálum.

Velferðakerfi Reykjavíkurborgar mun ekki fara varhluta af þessari stefnu AGS í boði ríkisstjórnarinnar. Reykjavíkurborg hefur ekki tök á því að fjarlægja meinvaldinn,AGS, og verður því að búa sig undir afleiðingarnar. Því er mjög mikilvægt að almenningur velji sér fulltrúa í borgarstjórn sem skilja samhengið og eru reiðubúnir til að berjast fyrir velferðinni með kjafti og klóm.

Við í Frjálslynda flokknum munum berjast með öllum okkar mætti fyrir viðhaldi velferðarinnar í Reykjavíkurborg.


mbl.is Velferðarþjónustan skorin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdníðsla Hönnu Birnu Kristjánsdóttur

Hanna Birna hefur háskólapróf í stjórnmálafræðum og ætti þess vegna að bera virðingu fyrir leikreglum lýræðisins. Greinilegt er að hún hefur spillst í störfum sínum  fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hún var m.a sérstakur framkvæmdastjóri flokksins á meðan spilling náði hæstu hæðum í íslenskum stjórnmálum. Hún hefur greinilega ekkert lært á hruninu og nýtir nú aðstöðu sína til að klekkja á mér og Frjálslynda flokknum og kemur  í veg fyrir að flokknum berist fjárframlög sem honum ber samkvæmt afdráttarlausum úrskurði  Samgöngu -og Sveitasjórnarráðuneytisins.
Reykjavíkurborg ber að greiða Frjálslynda flokknum upphæð sem nálgast með vöxtum 4,5 milljónir króna.

Enn er svigrúm fyrir lýðræðislega umfjöllun, Hanna Birna leiðrétt þetta óréttlæti. Von okkar er sú að Hannar Birna, sem æðsti stjórnandi Reykjavíkvkurborgar leiðrétti það óréttlæti sem hún ver með aðgerðaleysi sínu.

Ég kalla eftir því að Hanna Birna standi undir því leikhlutverki sem hún setur á svið með "þjóðstjórnar" tali sínu. Sýndu lýðræðinu þá virðingu sem því ber !


Frjálslyndir opna kosningaskrifstofu

Frjálslyndi flokkurinn er mættur til leiks í sveitastjórnarkosningunum. Flokkur sem er ekki tengdur spillingu né styrkjum, flokkur sem ætíð hefur haft opið bókhald, er flokkur sem er ánægjuleg tilbreyting við þá flóru sem almenningur fær að upplifa í dag.

Frjálslyndi flokkurinn opnaði kosningaskrifstofu að Ármúla 21 í Reykjavík í dag. Opnunin tókst með miklum ágætum og voru gestir mjög ánægðir með aðstöðuna og húsnæðið. Mikill hugur var greinilega í fólki. Mikið af nýju fólki hefur skráð sig í flokkinn í allt vor.

Viss söknuður var hjá fundargestum vegna æpandi fjarveru fjölmiðlamanna. Öllum hafði verið boðið sérstaklega. Sumt breytist bara ekki þrátt fyrir heilt bankahrun.

IMG 3330

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér erum við Haraldur að kynna okkur og bjóða gesti velkomna.

IMG 3325

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 3315

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 3314

 

 

 

 

 

 

 

 


Ræða mín í dag á Austurvelli.

Alþingi götunnar 24 apríl 2010.

Kæru þingmenn götunnar,

Vonandi munu laukarnir  hér á Austurvelli bera tilætlaðan ávöxt!

Örfáir útrásar og bankadólgar ásamt spilltum stórnmálamönnum hafa komið okkur á kaldan klakann.         Þessir menn unnu myrkraverk sín í reykfylltum bakherbergjum.

Þetta höfum við fengið staðfest í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Þetta létum við gerast vegna þessa að því var haldið að okkur að hér væri allt best og við ættum bara að njóta og taka þátt í veislunni.      Þeir sem voguðu sér að gagnrýna þessa sukkveislu voru kallaðir kverúlantar.

Hvernig er komið fyrir okkur í dag . Megum við fylgjast með og hafa skoðun á því sem stjórnvöld eru að sýsla án þess að vera gerð tortryggileg. Hvernig er með gagnsæið ?

Á síðustu vikum hefur það orðið augljóst að samstarf ríkisstjórnar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fer fram fyrir luktum dyrum. Eingöngu nokkrir Íslendingar semja við sjóðinn og okkur er síðan kynntur gerður hlutur. Þetta segir okkur að stjórnarhættir hafa ekkert breyst á Íslandi. Við sitjum enn í sömu súpunni, það eru bara Jóhanna og Steingrímur í stað Geirs og Ingibjargar.

Núna hafa þau skrifað undir viljayfirlýsingu sem ég vil fjalla aðeins um. Í henni kemur meðal annars þetta fram;

Eftir sumarið  mun Ríkisstjórn Íslands ekki bæta við neinum úrræðum til viðbótar, handa skuldsettum Íslendingum.  

Eftir sumarið verða skuldsettir Íslendingar að bjarga sér sjálfir.

Þetta eru fyrirmæli Alþjóðafgaldeyrissjóðsins og ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hefur skrifað upp á að hún muni framfylgja þeim .

Hver er raunveruleikinn?

Þúsundir heimila ná ekki endum saman um hver mánaðarmót. Fjöldi einstaklinga sem tilheyrðu miðstétt færast nú yfir í stétt fátækra. Þessi þróun hefur verið vaxandi frá hruni og mun aukast.

Í haust mun öllum frystingum eða frestunum á greiðslum skulda verða lokið. Þá mun veruleikinn sýna sig. Þá mun koma í ljós hverjir geta staðið í skilum og hverjir ekki.

Samkvæmt AGS á að senda þá sem ekki geta staðið í skilum hratt í gegnum þrotameðferð. Hugsanlega munu margir sem kjósa ekki gjaldþrot flytja úr landi, eignalausir, en enn skulda bankanum sínum og þurfa að halda áfram að borga svikabankanum á Íslandi .        Þökk sé Steingrími, Jóhönnu og AGS.

Þetta eru kröfur AGS. Þetta þarf að gerast til þess að excel skjöl þeirra gangi upp.

Það er augljóst að lyklafumvarp Lilju Mósesdóttur  á engan tilverurétt í plönum AGS. 

Það er augljóst að það er enn verið að teyma okkur áfram á asnaeyrunum. AGS, ESB, ríkisstjórnin eða Alþingi eru engir frelsandi englar. Allir þessir aðilar virðast tala máli lánadrottna gegn lántakendum.

Alþingi götunnar talar máli lántakenda auk nokkurra lausagangskatta á Alþingi. Núna verður slíkum köttum að fjölga úr öllum flokkum. Að öðrum kosti munu excel skjöl Alþjóðagjaldeyrssjóðeins ráða hér öllu á landinu okkar.

Hvernig líður börnunum okkar í excel skjölum lánadrottnanna.

Þau eiga sér drauma, um heimilið sitt sem foreldrar þeirra skópu. Um nærumhverfið, vinina, skólann, leikvöllinn og framtíð sína sem íslenskir borgarar. Hvað hafa þau til saka unnið.

Hvaða máli skiptir þessi börn að lánadrottnar heimsins  vilja fá  allt sitt endurgreitt. Eiga þessi börn að gjalda þess að foreldrar þeirra trúðu svikulum kosningaloforðum? Áttu foreldrarnir að sjá í gegnum Steingrím til að geta skapað börnum sínum lífvænlega framtíð. Hvers eiga þessi börn að gjalda?

Fórnarkostnaður íslenskra barna er sá sami og margra annarra í þessum heimi.

Stærsti hluti barnadauða heimsins stafar af ofurskuldsetningu þjóða  sem spilltir  stjórnmálamenn hafa orsakað.

 

 

Ef börn í landi okkar búa svo illa að foreldrar þeirra ná ekki endum saman,

ef ekki er hægt að sinna nauðþurftum þarf eitthvað að gera.

Sem foreldri, ef barn þitt er svangt, á ekki möguleika á fötum eða öðrum nauðsynjum þá þarft þú að gera eitthvað í málinu.

Ef heimilið er sett í þrot, fjölskyldan sprengd og sundruð þá þurfa foreldrar að gera eittthvað.

Foreldrar, tilgangur ykkar er að koma afkvæmum ykkar á legg og gera þau að góðum og gegnum þjóðfélagsþegnum .

Foreldrar, berjist fyrir börnin ykkar.  Berjist en án baráttu  mun ekkert breytast!!


Alþingi götunnar á morgun

Fjölmennum á Austurvöll á morgun og knýjum á breytingar í samfélaginu og tökum stöðu með heimilunum.

Ræðumenn á morgun verða Sigurjón Þórðarson, Björg Sigurðardóttir og Þorvaldur Þorvaldsson

Nokkrir blúsarar mæta  ásamt Ragnheiði Gröndal.  Glæsikerrur munu aka um svæðið.

Sjáumst i góða veðrinu.


Loksins góðar fréttir frá Alþingi Íslendinga

Ég fagna því svo sannarlega að skötuselsfumvarpið hafi verið samþykkt í dag. Þetta er  mikið  gæfuspor í rétta átt. Með þessu frumvarpi fær íslenska þjóðin að njóta arðsins af auðlindinni í stað fárra sægreifa. Auk þess eykur þetta jafnræði manna að auðlindinni. Þetta er vissulega lítið skref í rétta átt en ég er sannfærð um að réttætið mun sigra að lokum. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra fær rós í hnappagatið frá mér fyrir þetta frumvarp. Ég vil líka þakka Guðjóni Arnari fyrir sína aðkomu að þessu máli. Vonandi er þetta bara byrjunin á jákvæðum breytingum  og látum ekki LíÚ klíkuna og hennar meðreiðarsveina stoppa réttlætið.
mbl.is Skötuselsfrumvarp að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband