Hvernig við ætlum að berjast við vandamál framtíðarinnar-XF.IS

Sveitastjórnarkosningar verða 29 maí en þær verða ákveðinn prófsteinn fyrir þjóðina. Vaxandi vantrú gætir hjá almenningi til stjórnmála og er það í raun mjög skiljanlegt. Við verðum þó að velja okkur fulltrúa og núna þurfum við að vanda valið.

Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki gengið fyrir mútum eins og ráðandi stjórnmálaöfl. Frjálslyndir eru ekki nefndir á nafn í rannsóknarskýrslu Alþingis í tengslum við eitthvað misjafnt atferli. Bókhald flokksins hefur frá upphafi verið opið.

Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í flokknum, ný forysta valin og margir nýir félagsmenn bæst í hópinn. Við komum því til leiks með hreinan skjöld.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur mælt með kröftugum niðurskurði sem lendir oftast á velferðarmálum. Frjálslyndi flokkurinn hafnar þessari leið og ætlar að verja velferðina.

Með vaxandi fátækt er hætta á því að sum börn eigi þess ekki kost að njóta máltíða með skólasystkinum sínum. Þess vegna vill Frjálslyndi flokkurinn innleiða gjaldfrjálsar skólamáltíðir.

Reynslan hefur kennt okkur að borgararnir þurfa meiri völd, ekki bara á fjögurra ára fresti. Því teljum við að 10% kosningabærra mann geti farið fram á kosningu um mikilvæg málefni. Salan á HS orku er eitt slíkt dæmi. Auk þess teljum við að gagnsæi þurfi að vera algjört þegar fulltrúar okkar sýsla með fjármuni almennings. Það þarf að vera auðvelt að rekja öll útgjöld og hver ber ábyrgð á þeim.

Reykjavíkurborg verður að auka mannaflsfrekar framkvæmdir til að hemja atvinnuleysið. Sjávarútveg og iðnað þarf að efla og samtímis að skapa aukin verðmæti með þekkingu og nýsköpun. Orkuveita Reykjavíkur er því miður mjög skuldug og leita verður allra leiða að halda OR í eigu Reykvíkinga. Frjálslyndi flokkurinn telur mjög brýnt að óháð rannsóknarnefnd rannsaki sveitarstjórnarstigið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband