Færsluflokkur: Vefurinn

9.3% fylgi Frjálslyndra í norðvestur kjördæmi.

Ný skoðunarkönnun gefur okkur á ný bjartsýni að baráttan sé að skila árangri. Í Norðvestur kjördæminu er fylgi við Frjálslynda flokkinn 9.3% eins og síðast. Það gefur góðar vonir ef svo reynist vera á kjördag. Reyndar hefur alltaf komið öllu meira upp úr kjörkössunum hjá okkur en í skoðanakönnunum.

Þegar haft er í huga að kröfur búsáhaldabyltingarinnar í vetur voru nánast samhljóma stefnuskrá Frjálslynda flokksins er ekki að undra þó margir aðhyllist stefnu okkar. Ef allur sá fjöldi sem tók þátt í mótmælunum í vetur og þeir sem hafa orðið verst úti í kreppunni nær að kynna sér stefnuskrá Frjálslynda flokksins mun fylgi hans aukast hratt. Því er það í raun spurningin hvernig okkur mun ganga að koma boðskapnum til fjöldans sem er afgerandi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband