Mikilvægt aðhald almennings

Undanfarið höfum við fengið að heyra það að kreppan sé búin og að nú sé allt á uppleið. Hvergi sé eins mikill hagvöxtur enda alveg einstök þjóð. Nú eigum við að vera þakklát og bugta okkur og beygja og þakka Steingrími og Jóhönnu fyrir allt þetta góða sem þau hafa gert fyrir okkur. Ég er  frekar jákvæð manneskja og langar því voða mikið til að trúa því að þessi mikli hagvöxtur sé að skila okkur hagsæld og bjartari tímum. Ég er bara ekki að skynja þetta jákvæða viðhorf til ríkisstjórnarinnar í kringum mig. Fólk talar um svikin loforð og að ástandið í þjóðfélaginu sé farið að minna óþægilega mikið á 2007. Fólkið sem tók þátt í hrunadansinum er komið til baka eftir góðar afskriftir hjá bönkunum. Aftur á móti situr skuldsettur almenningur eftir með sárt ennið og hefur ekki fengið leiðréttingu sinna mála.

Svona skynja ég umræðuna í kringum mig og þess vegna velti ég því fyrir mér hvort það sé ekki einhvern veginn hægt að koma þessum skilaboðum til ríkisstjórnarinnar. Stjórnvöld virðast lifa í  draumaheimi, allavega eru þau ekki  að fá rétta mynd af því sem er að gerast hjá almenningi. Erum við kannski ekki nógu dugleg að láta þau heyra frá okkur og veita þeim nauðsynlegt aðhald?

Ef þú ert ekki sátt/ur með ástandið er mikilvægt að þú látir í þér heyra. Ábyrgðin er okkar, við getum ekki  ætlast til þess að einhver annar geri hlutina fyrir okkur. Á miðvikudagskvöldið 12. september gefst þér tækifæri til að koma skilaboðum til stjórnvalda með því að mæta á Austurvöll  kl.19:30.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Helga mín, ég sé ekki þennan góða árangur ríkisstjórnarinnar. Ekki hér á mínu skinni.  Verð með ykkur í huganum á Austurvelli 12 september. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2012 kl. 00:01

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sammála ykkur báðum.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.9.2012 kl. 02:14

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Góður pistill og þörf ábending til okkar allara. Fólk verður að láta heyra i sér. Það er ekki allt eins og það á að vera og vantar mikið uppá.

Ólafur Örn Jónsson, 10.9.2012 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband