Þögn Framsóknar er ærandi.

Framsóknarmenn ætla ekki að upplýsa almenning um fjáraustur í sjóði þeirra. Þeir bera við bankaleynd . Mjög ankannalegt sérstaklega með tilliti til þess að þeim var svo mun í að halda kosningar fyrir okkur almúgann. Einnig vilja þeir endilega halda Stjórnlagaþing fyrir sama almúga. Samt vilja þeir ekki treysta okkur fyrir nokkrum millifærslum milli lögaðila.

Þögn þeirra er ærandi, nærvera spillingarmála Sjálfstæðisflokksins er óþægileg en fjarvera Framsóknarflokksins er verri. Kistur þessara tveggja flokka hafa yfirleitt ekki borð það með sér að vera tómar. Því er ekki undarlegt þó margan gruni ýmislegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Herðum pressuna á þá . . . . .

. . .  þeir verða að gefa sig . . .   eins og hinir.

Verst er þó að staðbundin fjáröflun á bæjar og sveitarstjórnarkosningum kemur ekki fram . . .  vegna þess að það var ekki gert upp á vegum flokkanna sjálfra . . .

. . .  en þetta er allt að þokast . .

Benedikt Sigurðarson, 10.4.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband