Lausnin felst í því að skapa verðmæti

Það hafa margir fyrrverandi Sjálfstæðismenn komið að máli við mig í dag og sagst ætla að kjósa okkur í Frjálslynda flokknum. Ég tek þeim fagnandi og vona svo sannarlega að við Frjálslyndir bregðumst þeim ekki. Við viljum skapa meira frelsi í viðskiptum og uppræta einokun samþjöppun og ýmiss konar höft. Burt með gjafakvóta og mannréttindabrot. Í dag eru mannréttindi brotin á sjómönnum á Íslandi og það getum við ekki sætt okkur við. Því þá erum við komin í hóp þjóða sem við viljum ekki bera okkur saman við. Gefum einstaklingum frelsi til atvinnusköpunar .Lausnin felst í því að skapa verðmæti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að heyra Helga mín, ég er viss um að við bregðumst þeim ekki.  Gott gengi þarna fyrir sunnan. Hér er allt á góðu róli líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2009 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband