Á puttanum í boði Vinstri Grænna

Það er fullyrt að síðustu aðgerðir Ríkisstjórnarinnar muni auka tekjur ríkisins um liðlega 2 milljarða-nettó. Verðtryggð lán steinsteypueigenda munu hækka um 8 milljarða. Skjaldborg hvað-jóla hvað. Er þetta lið ekki með öllum mjalla. Hækka bensínið rétt fyrir sumarfrí svo að íslenskur ferðaiðnaður fái sem fæsta kúnna í sumar. Hafa Vinstri græn hugsað sér að allir ferðist um landið okkar á puttanum í sumar?

Ég tel forgangsatriði að við fáum einhverja aðila úti í heimi til að lýsa því yfir að íslenskur almenningur sé í útrýmingarhættu. Ef til vill munu Vinstri græn þá fara að meðhöndla okkur jafn vel og hvalina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Ríkisstjórnin, hún er víst það besta sem í boði er.  Þessi ósköp kusum við yfir okkur og auðvitað sættum við okkur við allt sem þaðan kemur.

Jarðfræðingurinn og flugfreyjan vaka yfir okkur dag og nótt 

Páll A. Þorgeirsson, 30.5.2009 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband