Enn um Icesave-áhyggjur

Ég var að koma heim eftir nokkurra daga frí á Norðfirði. Eftir að hafa mætt á Austurvöll nánast daglega,fylgst með á blogginu ,skrifað þingmönnum, verið á borgarafundum og fundum hjá Vaktinni þá var það satt best að segja svolítið blendin tilfinning að fara í frí. Verð að taka fram að ég komst mjög takmarkað á netið. Ég gerði mér betur grein fyrir því hvað fréttatímar fjölmiðlanna gefa okkur litla sýn á það sem er að gerast. Ég skildi þess vegna betur hvers vegna það eru svona margir sem hafa engar áhyggjur af því að við séum að fara að gangast í ábyrgð fyrir kúlulán sem við getum ekki borgað. Ég fór líka að velta því fyrir mér hvort ég væri ekki bara svolítið rugluð að hafa svona miklar áhyggjur af Icesaveláninu og framtíð Íslands. Ég er mikill sundfíkill og mætti auðvitað í laugina í Neskaupstað alla daga og eftir góðan sundsprett var farið í heita pottinn. Mér varð það á tvisvar að nefna þessar áhyggjur mínar og fékk satt best að segja mjög dræmar undirtektir. Ég fór  að velta því fyrir mér hvort ég væri orðin óþolandi á mannamótum og það væri best að þegja og fá svo ærlega útrás á blogginu þegar ég kæmi heim. Þið eruð sem sagt þolendur,kæru bloggvinir. Ég var á undirbúningsfundi  um borgarafund um Icesavedeiluna núna í kvöld og þar fékk ég reyndar staðfest að það er ekki bara tómt bull í mér að vera svona áhyggjufull yfir þessum samningi. Á fundinn mætti m.a.Helgi Grétarsson lögfræðingur og meðlimur í Indefence hópnum og kom hann með margar athyglisverðar upplýsingar sem skýra enn frekar vonda stöðu okkar. Það besta var að ég fann að ég var ekki ein með þessar áhyggjur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Erum við bloggararnir ekki fólkið sem fylgist ofurvel með umræðunum?  Margir vita ekki um hvað málið snýst, og margir forðast fréttir.  Það þýðir lítið fyrir fólk að stinga höfðinu í sandinn, fólk verður að fylgjast með því hvað er að gerast. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.6.2009 kl. 00:31

2 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Það er rétt hjá þér Jóna en það er bara ekki nóg að við fylgjumst með. Fólkið í landinu þarf að vakna og láta í ljós vilja sinn. Ég held að eimitt gagnrýnisleysi okkar undanfarin ár hafi átt þátt í hruninu. Við getum ekki endalaust sofið á verðinum.

Helga Þórðardóttir, 23.6.2009 kl. 00:38

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég meövirknazt um lúngþyndi þitt í máli þezzu...

Steingrímur Helgason, 23.6.2009 kl. 00:43

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vonandi fara sjálfstæðismenn ekki að hjálpa Samfylkingunni í þessu.

Sigurður Þórðarson, 23.6.2009 kl. 01:51

5 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Helga mín áttu ekki einhverjar sætar myndir af Vála Smára? Nú er alngt síðan ég hef séð hann og ég iða í skinninu eftir myndum.

Og Icesavemálið; ég er svo reið að ég get eki einu sinni fjasað. En svo mikið hef ég skoðað þetta mál og velt því fyrir mér. Niðurstaðan er að við hefðum átt að láta allt þetta bankagengi fara beint á hausinn. Þeir ríku hefðu tapað en sleppa nú og þurfa ekki einu sinni að borga af kúlulánunum sínum sem skipta milljörðum. Þeir geta lifað góðu lífi ævina á enda með aurinn í erlendum bönkum. Bið hin sem skuldum obbann af húsum okkar eigum minna en ekki neitt í þeim. Erum bundin í fjötra og getum ekki hreyft okkur eða flutt í minna og odýrara. Fyrir kosningar var talað um a bjarga heimilunum ílandinu 50 sinnum á dag í öllum fréttatímum.

Ég skulda og hef ekki getað staðið í skilum; spurði hvort ég gæti samið um niðurfellingu á dráttarvöxtum og lögfræðikostnaði ef hann væri einhver. "Nei mín kæra sem býrð á einu af heimilinum á landinu og hefur misst tekjur; þú verður að semja um að koma þessu í skil og bæta þessu ofan á og um leið hengi ég mig í of háum afborgunum því ég er víst ekkert unglamb lengur."

Og bíðið, hvar er ég þá stödd þrátt fyrir einhverja frystingu. Jú orðin þremur árum eldri og maðurnn minn líka. Hann komin á eftirlaun og lækkar í tekjum. Húsið sem átti að hluta til að vera trygging fyrir þokkalegum elliárum ef maður lifir þau, missum við; það 30-40 prósent veðsettara og 20-30 prósent lægra í verði. Jú kannski komust við á Grund og fáum vasapening og bíðum dauðans; aldrei að vita.

Forvitna blaðakonan, 25.6.2009 kl. 03:40

6 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Bergljót, Þakka þér fyrir að deila þessar reynslu þinni hér á blogginu. Ég hef aðeins starfað með hagsmunasamtökum heimilanna og þar hef ég því miður heyrt allt of margar svona sögur. Ég er í nokkur ár búin að tala um  þessa óréttlátu verðtryggingu og bara almennt hvernig er farið er með réttindi almennings. Ef þú spáir í það þá hafa öll lög undanfarið miðast við að verja hagsmuni lánveitenda en lántakandi er algerlega réttindalaus. Bankarnir vissu hvert stefndi og tóku stöðu gegn almenningi í landinu. Í síðustu kosningum var þetta eitt af þeim málum sem mér var mjög hugleikið og ég varaði við þeirri stefnu sem nú ríkir að gera ekkert fyrir heimilin fyrr en allt er komið í þrot. Það er líka ömurlegt að hlusta síðan á ráðamenn koma og segja að það séu nú ekki svo margir í vanda. Það verður enn frekar til þess að fólk lokar sig af og heldur að það sé eitt um vandamálin. Láttu endilega sem mest í þér heyra um þessi mál. Varðandi Vára Smára þá hef ég verið svo léleg að taka myndir m.a. út af öllu þessu pólitíska brölti mínu. Göngutúrarnir okkar Vála hafa satt að segja oft verið björgun og róað hugann eftir miklar kreppupælingar. Er að fara til Svíþjóðar á sunnudaginn en ég sé til hvað ég afreka á morgun.

Helga Þórðardóttir, 26.6.2009 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband