Komin heim

Komin heim eftir vel heppnaða sumarleyfisferð með fjölskyldunni til Svíþjóðar og Ungverjalands. Við vorum að heimsækja okkar gamla heimabæ í Svíþjóð og hitta vini og kunningja þar. Elsti sonurinn er í læknisfræði í Ungverjandi og var að klára þriðja árið þar svo okkur fannst upplagt að halda upp á það með honum. Það var mjög athyglisvert að heimsækja þessi tvö ESB lönd og upplifa hve ólíkt kreppan hefur áhrif á þau. Ég gat ekki betur séð en að flest gengi sinn vanagang í Svíþjóð nema að það er þó nokkur sparnaður innan heilbrigðisgeirans. Mest finnur maður þó fyrir því hvað krónan okkar er orðin léleg í samanburði við sænsku krónuna og ekki batnar það þegar maður er staddur á Kastrup og þarf að borga í dönskum krónum. Lítil vatnsflaska kostar 30 danskar krónur en það gerir rúmar 700 ísl. krónur.  Ungverjar eru mjög áhyggjufullir fyrir framtíðinni. Þar hefur Aljóðagjaldeyrissjóðurinn komið til aðstoðar eins og hjá okkur. Mörg fyrirtæki hafa verið einkavædd og öll þjónusta hefur hækkað. Gjaldmiðillinn sem er forinta hefur lækkað eins og íslenska krónan svo innfluttar vörur hafa hækkað eins og hjá okkur og þeir eru líka mjög háðir innflutningi en þeir mega ekki taka upp Evru þó að þeir séu búnir að vera í ESB í mjög mörg ár. Það eru mjög góðir háskólar í landinu en vel menntaðir einstaklingar eins og læknar flýja land þar sem launin eru svo léleg í Ungverjalandi. Vonandi lendum við ekki í sömu vandræðum. Er að reyna að átta mig á því sem hefur gerst hérna heima síðan ég fór. Fegin að við erum ekki ekki búin að samþykkja ríkisábyrgð á Icesaveskuldinni. Finnst jafnvel fleiri vera farnir að skilja hvað þessi samningur er mikið bull. Meira að segja Davíð Oddsson farinn að mótmæla þessari vitleysu. Það er fyrst og fremst Steingrímur J. sem berst um á hæl og hnakka og ver þessa ríkisábyrgð enda finnst mér hann vera orðinn hálf þreytulegur aumingjans maðurinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband