Hvað er þetta-nenna menn þessu ekki lengur

Skipstjórinn Björn Valur er kominn á sjóinn að veiða. Þarft verk og sjálfsagt. Fréttir dagsins bera það með sér að Björn Valur hafi slysast inná þing í vor. Hann er að minnsta kosti ekki viss hvort hann eigi að stunda sjóinn eða þingstörf. Sem varaformanni fjárlaganefndar virðist honum ekki renna blóðið til skyldunnar að fullvinna víxil sem nemur næstum heilli þjóðarframleiðslu. Að fá afleysingu á bátnum hefur a.m.k. ekki jafn mikil áhrif á þjóðarhag.

Hann vill drífa Icesave í gegnum þingið. Hann skilur ekkert í þessu þrasi, segir að menn séu farnir að þrasa um sömu hlutina oftar en einu sinni. Maður gæti freistast til að halda að þarna væri skipstjórinn kominn sem stjórnar í sinni brú og ekkert mas. Því miður held ég að hann sé bara háseti hjá Steingrími.

Hvers eigum við Íslendingar að gjalda? Hollenskir innistæðueigendur vilja ekki að við skrifum undir Icesave. Þeir segja að við getum ekki staðið í skilum. Hér á Íslandi eru það stúdent frá Austur-Þýskalandi, skipstjóri  og jarðfræðingur sem nenna ekki að hafa þetta mál hangandi yfir sér lengur. 

Eru menn ekki með öllu mjalla, hvar eru fagleg vinnubrögð og rökræða. Voru það ekki VG sem gagnrýndu gerræðisleg vinnubrögð framkvæmdavaldsins hjá fyrri ríkistjórn. 

 


mbl.is Icesave úr nefnd í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Björn Valur nennir ekki heldur í að pæla í því að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu eins og hann hefur boðað á umliðnum árum.  Hann virðist vera nokkuð sáttur við niðurskurðarstefnu Jóns Bjarnasonar þar sem rauði þráðurinn er að halda í gjaldþrota kvótakerfi.

Það er eitthvað mikið að hjá Vg.

Sigurjón Þórðarson, 18.7.2009 kl. 23:10

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er augljóslega andleg leti hjá þessum Birni.

Sigurður Þórðarson, 18.7.2009 kl. 23:34

3 identicon

Heil og sæl; Nafna - sem þið systkini öll - líka; sem aðrir, hér á síðu !

Björn Valur Gíslason; er enn ein ómynd austanverðra Norðlenskra spjátrunga, hverjir; sumir hafa mestir verið, í munninum, svo sem.

Þessir helvítis afturúr kreistingar; þaðan, eru litlu burðugri, en kaffihúsa snatar 101 Reykjavíkur, og eru jafn óhæfir, til nokkurs dugs, í Íslands þágu.

Svo hefi ég; verið að skamma Sunnlendinga, fyrir roluhátt, reyndar verðskuldað, einnig !

Það virðist mega; fara víðar um byggðir, til að finna andskotans hliðstæðurnar, að kalla.

Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband