Fundur á Austurvelli á morgun kl. 15:00

Á morgun laugardaginn 25. júlí verður útifundur haldinn á Austurvelli. Útifundur fyrir sjálfstæði Íslands, gegn IceSave og gegn ESB. Rauður vettvangur stendur fyrir þessum fundi. Vinkona mín og félagi úr Frjálslynda flokknum, Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, mun halda ræðu en ég veit ekki hverjir fleiri munu tala á fundinum en vonandi verður þetta fræðandi og upplýsandi fundur.

Það er sérstaklega mikilvægt að sem flestir mæti. Ástæðan er sú að það er mikilvægt fyrir einstaklingana að kynna sér þessi mál vel. Getum við borgað IceSave. Hverjar verða afleiðingarnar fyrir íslenska þjóð ef við verðum knésett vegna skulda. Munum við þá samþykkja ESB í nauðvörn. Hverjir eru möguleikar okkar, eru okkur allar bjargir bannaðar? Flestar þjóðir ganga inn í ESB þegar kreppir að. Þjóðir eru mjög leiðitamar í kreppu og verður kreppan því notuð sem hagsstjórnartæki. Verða þetta örlög okkar? 

http://sigurgeirorri.blog.is/img/tncache/400x400/b3/sigurgeirorri/img/pottthett_kreppa_702167.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Veistu ég er hætt að nenna að mæta, ég mætti þrisvar á Icesave mótmæli fyrst mættu nokkur hundruð, svo nokkrir tugir svo kannski tíu.  Ég þekkti flest fólkið með nafni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.7.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Þetta var mjög góður fundur og mér finnst ekki skipta máli hvað margir mæta. Þetta er fólk sem er að tjá hug sinn svo er líka gaman að hitta fólk sem maður þekkir. Ég er alltaf að hitta bloggvini á Austurvellli sem pikkar í mig og segjast vera bloggvinir mínir.Það væri virkilega gaman að hitta þig einhvern tíman Jóna Kolbrún svo ekki gefast upp á að taka þátt í baráttunni

Helga Þórðardóttir, 26.7.2009 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband