Jakobína ver málstað almennings á Íslandi í norskum miðli

Það er gott til þess að vita að það eru ekki allir Íslendingar sem láta sér nægja að þusa í kaffiboðum og í bloggheimum. Það eru æ fleiri farnir að skilja að það þýðir ekki að treysta á að íslensk stjórnvöld standi með hagsmunum almennings. Jakobína Ingunn Ólafsdóttir bloggvinkona mín er ein af þeim sem hefur látið í sér heyra víða og nú síðast í viðtali við ABC Nyheter. Þar gagnrýnir hún Kristínu Halvorsen ráðherra fyrir ódrengilega framkomu við Íslendinga. Takið eftir athugasemdum Normanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef íslenska ríkisstjórnin er eins og Jakobína lýsir henni afhverju ætti þá Noregur að þora að lána Íslandi.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 22:45

2 identicon

Hjartanlega sammála málsvari réttlætisins

steinar einarsson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 22:46

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvaða athugasemdum norðmanna ? það er bara einn búinn að svara þessari grein...  hann sagði það sem er rétt.. við erum aular sem kjósum svonavitleysinga yfir okkur.. mín orð, hans meining ;)

Óskar Þorkelsson, 17.8.2009 kl. 23:21

4 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Óskar skoðaðu athugasemdirnar við viðtalið. Þar eru margir búnir að kommenta. Langflestir vilja hjálpa Íslendingum í þessum hremmingum og gagnrýna Kristinu.

Helga Þórðardóttir, 18.8.2009 kl. 00:00

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég sá bara ein athugasemd þegar ég fór þarna ínn í kvöld.. ég veit vel hug norðmanna til íslendinga.. en því miður þá bera íslendingar ekki sama hug til norðmanna.

Óskar Þorkelsson, 18.8.2009 kl. 00:44

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

http://www.abcnyheter.no/node/93936

og nánar hér neðarlega á síðunni :

KOMMENTARER (1) TIL ARTIKKELEN Vis alle/Lukk alle

 sem sagt.. bara ein athugasemd við greinina.. líka núna.. eða erum við ekki að tala um sömu grein ?

Óskar Þorkelsson, 18.8.2009 kl. 00:47

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sé að hún er með 2 greinar.. þú ert sennilega að vísa til þeirra seinni sem er þessi hér :

http://www.abcnyheter.no/node/93958

Óskar Þorkelsson, 18.8.2009 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband