Er ennþá hugsi eftir fund með AGS í dag

Ég sat líka þennan fund með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Seðlabankanum í dag. Ég er ennþá að melta allt það sem sagt var á fundinum. Þetta átti upphaflega að vera klukkustundar fundur en þar sem við höfðum svo margar spurningar til AGS manna þá buðu þeir okkur að staldra við lengur. Þeir voru  mjög uppteknir við að sýna okkur fram á að þeir væru góðu gæjarnir. Þeir eru greinilega búnir að fara á námskeið í að sannfæra fólk um eigið ágæti.  Ég var ritari á fundinum og lét aðra því um að spyrja spurninga og skrifaði því meira. Ég reyndi að nota alla mína tifinningagreind og upplifa allt sem fram fór. Mín tilfinningagreind segir mér að ég get ekki treyst þessum mönnum. Ég mun skýra betur frá þessum fundi seinna.
mbl.is Áætlun AGS „Excel-æfing“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dante

"Mín tilfinningagreind segir mér að ég get ekki treyst þessum mönnum."

Velkomin í hópin. Ég treysti þeim ekki heldur  og ég held að ég sé ekki eini íslendingurinn sem svona er ástatt um.

Dante, 5.12.2009 kl. 01:05

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.  AGS hefur aldrei komið að góðgerðarmálum í löndum sem þurft hafa að leita á náðir hans.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.12.2009 kl. 01:54

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já endilega segðu okkur meira fyrir þriðjudaginn.

Viggó Jörgensson, 5.12.2009 kl. 03:16

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæl Helga, ertu að segja að það sé ekki til video og hljóðupptaka af þessum fundi?  Svo við eigum bara að trúa ykkar túlkunum af spurningum og svörum?  hm.... vona að sú sé ekki raunin

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.12.2009 kl. 06:53

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þetta er mikið alvaralegt mál fyrir okkur Íslensku Þjóðina ef rétt er. Takk Helga fyrir þitt framlag hér og endilega ef þú hefur tök á að fræða okkur betur um þennan fund. Minni á mótmælafundin í dag,  Stjórnarandstöðunni hótað í gær, sem á heiður skilið fyrir vörð sinn og baráttu gagnvart þessum óhroða. Hótað til að klára málið fyrir Þriðjudag, algjörlega burt séð frá hver staða málsins verður. Það er ekki hægt að við líðum svona vinnubrögð, og eigum jafnvel á hættu að vakna upp einn dag komin inn í ESB, án þess að hafa nokkuð um það að segja. Hingað og ekki lengra segi ég, það verður að stoppa þetta þetta einræði sem virðist vera komið hér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.12.2009 kl. 07:30

6 identicon

Video og hljóðupptaka?? Jóhannes...slíkt er bannað í húsakynnum Seðlabankans auk þess sem fulltrúar AGS vilja ekki að samtöl við þá og "common" fólk séu tekin upp.

Leiðinlegt ef þú ert svona beyglaður að halda að við förum að ljúga um það sem fram fór á fundinum. En ég hvet þig til að fá fund með þessum mönnum... þú getur það ef þú hefur áhuga

Heiða B Heiðars (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 10:08

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Heiða, ég er ekki að saka þá sem sátu fundinn um að ljúga, hinsvegar hefði videoupptaka getað tekið af allan vafa þegar kemur að túlkunum á því sem sagt var. Núna munu AGS menn getað neitað öllu og borið við rangtúlkunum og /eða misskilningi

Þakka þér samt hrokafullt svar, alltaf gott að vita við hvers konar fólk maður á orðastað

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.12.2009 kl. 16:08

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Takk Helga,

Þetta vekur upp spurningu um hverjum er hægt að treysta á Íslandi.  Er furða að fólk fari að hugsa um að flytja úr landi sérstaklega unga fólkið þar sem það fær laun í alvöru gjaldmiðli og getur farið að spara til elliáranna í stað þess að borga skuldir óreiðumanna.

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.12.2009 kl. 17:43

9 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Takk fyrir góðar athugasemdir.Við þig Jóhannes langar mig að segja að ég hef engra hagsmuna að gæta að ljúga að þér. Ég er bara venjulegur Íslendingur sem hef áhyggjur af skuldastöðu okkar og vil gjarnan vita hvað er framundan, en þú ræður hvort þú tekur mark á orðum míinum.

Andri Geir, fólksflótti var þó nokku ræddur á fundinum og það var greinilegt að Flanagan hafði af því nokkrar áhyggjur. Hann talaði um að við værum menntuð þjóð og það væru örugglega margir sem gætu fengið góð atvinnutækifæri erlendis.  Í framhaldi af þessari umræðu fékk hann spurninguna hvað hann myndi gera sjálfur í okkar sporum.Fyrst forðaðist hann að svara spurningunni en eftir nokkra málaleitan tautaði hann í barminn,"Ef ég fengi góða atvinnu þá færi ég" Varðandi traustið, þá get ég bara svarað fyrir mig .Ég treysti þeim ekki. 

Helga Þórðardóttir, 6.12.2009 kl. 00:52

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Helga þið eruð frábær.  Takk fyrir að leyfa okkur hinum að fylgjast með. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2009 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband