Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Hvað er mikilvægt??

Hvað er mikilvægt í dag. Er það mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið styrki frá tveimur fyrirtækjum. Í sjálfu sér ekki. Allir hafa alltaf vitað að auðmenn hafa styrkt Sjálfstæðisflokkinn alla tíð. Það sem er mikilvægt er hverjir og hvernig verður haldið á málum eftir kosningar. Það hefur reyndar komið betur í ljós núna að Sjálfstæðisflokkurinn fær afl sitt frá auðmönnum Íslands. Því er hann fulltrúi þeirra.

Frjálslyndi flokkurinn hefur ætíð haft opið bókhald og var fyrstur til að leggja það til. Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir afnámi kvótans, en kvótinn er birtingamynd einokunar. Einokun hugnast auðmönnum, þeim er venjulega illa við frelsi og samkeppni.

Frjálslyndi flokkurinn vill afnema verðtrygginguna. Verðtryggingin er dæmi um höft og einokun. Hún setur skuldarann í gapastokk. Það hugnast auðmönnum Íslands, því það eru þeir sem lána öðru fólki pening.

Þetta eru atriði sem skipta máli, ekki að auðmenn styrki Sjálfstæðisflokkinn sem allir vissu fyrir. Bjarni Ben á bara að segja að svona hafi þetta alltaf verið og okkur hafi líkað það vel hingað til. Verst að það komst í hámæli.

http://larahanna.blog.is/img/tncache/300x300/3b/larahanna/img/g_myndir_blogg_ymislegt_peningar-1.jpg


Styrkir eða afnotagjöld?

Nú berjast bræður innan Sjálfstæðisflokksins. Agnesi Braga er borið á brýn að halda meira með öðrum en hinum innan Sjálfstæðisflokksins. Þvílík fyrra, varla er það sérstakt áhugamál Agnesar að koma fylgi Sjálfstæðisflokksins fyrir kattarnef rétt fyrir kosningar. Nei hún birti bara fréttir, hvort það var henni skemmtun eður ei skiptir ekki aðalmáli, heldur að hún þagði ekki.

Það gæti virst sem skemmtun að Sjálfstæðismenn séu komnir í hár saman, en svo er ekki. Tilefnið er í raun of sorglegt. Niðurlægingin er svo algjör að menn líta undan. Þeir selja flest allt sem þjóðin á og skuldsetja upp fyrir haus. Reyna svo að standa sem óspjallaðir sveinar og þá kemur í ljós að þeir voru keyptir. Var kannski bara um að ræða greiðslu afnotagjalda, ekki styrki?


Rassmínur.

Í vetur hefur maður verið marineruð í pólitík. Mætt á Austurvöll, tekið þátt í opnum borgarfundum og núna frambjóðandi fyrir Frjálslynda. Ofan á bætast fréttirnar af mútugreiðslum til Sjálfstæðisflokksins. Þegar kvikmyndin Draumalandið, sem ég sá í kvöld, kryddar tilveruna enn frekar fer mann að svíða heiftarlega í tunguna.

Dæmið um FL og Sjálfsræðisflokkinn gefur sterkar vísbendingar um að liðka átti til fyrir sölu orku, orkutækifæra til einkaaðila. Sama er upp á teningnum á Austurlandi. Þingmenn og ráðherrar vilja ná endurkjöri til að halda völdum. Álrisinn hjálpar þeim með smíði álvers. Fólkið klappar því það trúir að það hafi fengið allt fyrir ekkert. 

Kostnaðurinn er skuldsetning allrar þjóðarinnar vegna Kárahnjúka. Eyðing náttúru. Hugsanlega skítbillegt rafmagn til álbræðslunnar, sem við hin greiðum því reikningurinn til okkar verður þeim mun hærri. Samantekið, rándýr framkvæmd sem við höfum ekki hámarks arð af. Allt þetta komst á koppinn því menn vildu halda völdum sínum. Það kalla ég rassmínur, þ.e. þá sem hugsa bara um rassinn á sjálfum sér. 


Þögn Framsóknar er ærandi.

Framsóknarmenn ætla ekki að upplýsa almenning um fjáraustur í sjóði þeirra. Þeir bera við bankaleynd . Mjög ankannalegt sérstaklega með tilliti til þess að þeim var svo mun í að halda kosningar fyrir okkur almúgann. Einnig vilja þeir endilega halda Stjórnlagaþing fyrir sama almúga. Samt vilja þeir ekki treysta okkur fyrir nokkrum millifærslum milli lögaðila.

Þögn þeirra er ærandi, nærvera spillingarmála Sjálfstæðisflokksins er óþægileg en fjarvera Framsóknarflokksins er verri. Kistur þessara tveggja flokka hafa yfirleitt ekki borð það með sér að vera tómar. Því er ekki undarlegt þó margan gruni ýmislegt.


Mátturinn..ríkið...dýrðin...amen.

"Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu amen". Það er að sjálfsögðu guðslast að vera nota orð heilagrar ritningar í venjulegu bloggi. Þetta kom samt upp í hugann í morgun. Sjálfstæðismenn hafa átt ríkið okkar undanfarin 18 ár. Það er að verða öllum ljóst hvaðan þeir fengu mátt sinn. Máttur þeirra kemur frá peningum. Í skjóli ríkidæmi síns hafa þeir haft yfirburða stöðu.

Í gær var manni frekar skemmt en eftir nætursvefn rennur upp fyrir manni alvara málsins. Það er orðið augljóst að í bakherbergjum þjóðfélagsins eru fluttir til miklir fjármunir. Fjármunir frá hlutafélögum þar sem hluthafar hafa enga vitneskju um gjörninginn. Uppvíst er núna um tugi milljóna. Marga grunar að hér sé bara toppurinn á ísjakanum.

Guð almáttugur var svikinn fyrir 30 silfurpeninga.

Þjóðin var svikin fyrir 30 milljónir.

Báðir gjörningarnir framkvæmdir í skjóli myrkurs.

Sagan endurtekur sig í sífellu, því mun dýrðin verða Guðs og þjóðarinnar, ekki Judasar né FL grúppu.

Amen.


Hvað fengu Framsóknarmenn mikið?

Eftir annasaman dag gluggaði ég aðeins á netið. Mikið í gangi vegna rekstrafé hins pólitíska arms stóreignamanna Íslands. Minniháttar greiðslur fyrir lítil viðvik er að gera allt vitlaust.

Ef við tölum í fullri alvöru þá eru tíðindi að gerast. Ríkisútvarpið er að segja okkur frá sérkennilegri fléttu.

1. 20 desember 2006 er einkavæðingarefnd falið að selja hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja.

2. Á þeim sama fundi lá fyrir bréf frá Glitni að hann vildi kaupa.

Hvernig vissi Glitnir um þetta og var fundurinn haldinn vegna áhuga einkaaðila á orkulindum okkar.

3. 29 desember fær Sjálfstæðisflokkurinn 30 milljónir frá FL grúpp.(=Glitnir)

4. Um vorið kaupir GGE (=FL=Glitnir) hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja.

Sjálfstæðismenn fengu 30 milljónir fyrir greiðasemina en hvað fengu Framsóknarmenn mikið?

Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra framsóknarflokksins var með í þessu því hann og Árni Matt fólu einkavæðingarefnd að selja hlut ríkisins. Því hlýtur Framsókn að hafa fengið sinn skerf samkvæmt helmingaskiptareglunni. Sorglegt ef satt, því meiri byltingasinna hef ég ekki kynnst en Jóni við eldhúsborð föður míns í den.


Ný heimasíða XD.

http://stjaniloga.blog.is/users/3c/stjaniloga/img/xd_nyheimasida_827123.jpg

 Stal þessu frá Kristjáni Logasyni, afsakaðu en það var bara of freistandi.


Fé án hirðis....

Styrkjamál Sjálfstæðisflokksins verða sorglegri með hverri klukkustundinni sem líður. Þegar engin trúði því að Geir væri bófinn í dramanu beindu samflokksmenn Guðlaugs Þórs spjótum sínum að honum. Þannig er manni þakkað fyrir að styðja rangan mann á Landsþingi.

Einnig er það athyglisvert að allir bera af sér nokkra vitneskju um þessa rausnarlegu styrki. Það trúir því engin að hálft hundrað milljónir detti bara inn í kassann hjá Sjálfstæðismönnum án þess að nokkur taki eftir því. Fyrr má nú vera ríkidæmið. Frekar hljómar allt þetta eins og að sjóðir Sjálfstæðisflokksins séu fé án hirðis.


mbl.is Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir krossfestur líka.

Þetta er allt hið undarlegasta mál og allur málatilbúningur Sjálfstæðismanna sorglegur. Það er greinilegt að stórfyrirtæki hafa styrkt Sjálfstæðisflokkinn myndarlega, það er staðreynd. Sjálfstæðismenn hafa ætíð borið af sér að þeir væru kostaðir af stóreignamönnum. Núna er það staðreynd. Ýmsar eftirá skýringar koma frá Sjálfstæðismönnum sem í raun gerir stöðu þeirra enn verri. Þar að auki var greinilega engin vilji innan Sjálfstæðisflokksins að segja almenningi frá þessu áður en þetta komst upp. Því eru þeir á flótta núna og draga Geir Haarde fram í dagsljósið sem einhvern blóraböggul, síðasta fórn fyrrverandi formanns fyrir flokkinn. Á meðan reynir Bjarni Ben að leika óspjallaðan dreng sem aldrei hafi kynnst neinum stórfyrirtækjum. Þetta er í besta falli grátlegt.

Reyndar er spurningin hver verði sá þriðji sem verði krossfestur.


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn, eða þannig sko!

 Guðsteinn Haukur bloggari hefur dundað sér í kvöld við að túlka tilfinningar sínar. Hann hefur nýtt sér kunnáttu sína og hugmyndaflug ásamt sköpunargleði. Niðurstaðan er æði skemmtileg en þó um leið mjög alvarleg.

http://zeriaph.blog.is/users/a3/zeriaph/img/slagord.jpg

Síðustu tíðindi hafa undirstrikað hversu langt Sjálfstæðisflokkurinn er frá því að vera flokkur allra landsmanna. Hann er flokkur auðmanna, styrktur af þeim. Í raun bara hinn pólitíski armur auðvaldsins á Íslandi. Þingmenn þeirra eru bara málpípur auðmanna. Ef einhver er ósammála þessum fullyrðingum þá ætti hinn sami að velta einu fyrir sér. Hvað fékk venjulegt fólk í staðinn fyrir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn s.l. 18 ár. Hvað hefur hinn almenni launamaður borið úr býtum. 

Jú, góðæri á VISA rað-ævilöngu.

http://zeriaph.blog.is/users/a3/zeriaph/img/falki_826539.jpg

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband