Fyrsta bloggfærslan mín.

Ég sem var svo ákveðin í að gerast ekki bloggari læt nú undan og ætla að stinga mér í djúpu laugina.  Hvers vegna geri ég það?  Jú vegna þess að ég hef verið mjög virk í þeirri grasrót sem spratt upp í efnahagshruninu.  Ég er ein af þeim fjölmörgu sem hef staðið fyrir og undirbúið Opna Borgarafundi.  Ég hef mætt á flesta útifundi á Austurvelli og ég hef mætt á fundi hjá Lýðveldisbyltingunni, Samstöðu og fleira. Ég hef mikinn áhuga á þjóðmálum og ég vil að rödd grasrótarinnar haldi áfram að hljóma sem víðast.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband