Færsluflokkur: Bloggar

9.3% fylgi Frjálslyndra í norðvestur kjördæmi.

Ný skoðunarkönnun gefur okkur á ný bjartsýni að baráttan sé að skila árangri. Í Norðvestur kjördæminu er fylgi við Frjálslynda flokkinn 9.3% eins og síðast. Það gefur góðar vonir ef svo reynist vera á kjördag. Reyndar hefur alltaf komið öllu meira upp úr kjörkössunum hjá okkur en í skoðanakönnunum.

Þegar haft er í huga að kröfur búsáhaldabyltingarinnar í vetur voru nánast samhljóma stefnuskrá Frjálslynda flokksins er ekki að undra þó margir aðhyllist stefnu okkar. Ef allur sá fjöldi sem tók þátt í mótmælunum í vetur og þeir sem hafa orðið verst úti í kreppunni nær að kynna sér stefnuskrá Frjálslynda flokksins mun fylgi hans aukast hratt. Því er það í raun spurningin hvernig okkur mun ganga að koma boðskapnum til fjöldans sem er afgerandi.


Ný heimasíða XD.

http://stjaniloga.blog.is/users/3c/stjaniloga/img/xd_nyheimasida_827123.jpg

 Stal þessu frá Kristjáni Logasyni, afsakaðu en það var bara of freistandi.


Geir krossfestur líka.

Þetta er allt hið undarlegasta mál og allur málatilbúningur Sjálfstæðismanna sorglegur. Það er greinilegt að stórfyrirtæki hafa styrkt Sjálfstæðisflokkinn myndarlega, það er staðreynd. Sjálfstæðismenn hafa ætíð borið af sér að þeir væru kostaðir af stóreignamönnum. Núna er það staðreynd. Ýmsar eftirá skýringar koma frá Sjálfstæðismönnum sem í raun gerir stöðu þeirra enn verri. Þar að auki var greinilega engin vilji innan Sjálfstæðisflokksins að segja almenningi frá þessu áður en þetta komst upp. Því eru þeir á flótta núna og draga Geir Haarde fram í dagsljósið sem einhvern blóraböggul, síðasta fórn fyrrverandi formanns fyrir flokkinn. Á meðan reynir Bjarni Ben að leika óspjallaðan dreng sem aldrei hafi kynnst neinum stórfyrirtækjum. Þetta er í besta falli grátlegt.

Reyndar er spurningin hver verði sá þriðji sem verði krossfestur.


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlátara þjóðfélag

Frjálslyndi flokkurinn styður eindregið að fyrirhuguðu stjórnlagaþingi verði komið á. Grundvallaratriði lýðræðis er einstaklingsfrelsi og möguleikar borgaranna til að hafa áhrif á þjóðfélagið.  Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir því að Þjóðaratkvæðagreiðsla um einstök mál skuli fara fram,innan 3 mánaða,krefjist a.m.k. 15%kjósenda þess. Frjálslyndi flokkurinn berst gegn flokksræði og vill auka áhrif Alþingis. Ráðherrar eiga aldrei að gegna þingmennsku. Setja verður skýrar reglur um ábyrgð stjórnmálamanna og viðurlög ef þeir fara gegn augljósum hagsmunum almennings .Við verðum að umbreyta valdakerfinu með það að markmiði að auka gegnsæi og draga úr spillingu

Loksins jákvæð frétt frá lánastofnun

Þetta hefðu bankarnir átt að gera fyrir löngu. Sjálfskuldarábyrgðin hefur skapað margan fjölskylduharmleikinn. Þetta gefur von um betra þjóðfélag. Vonandi fylgja aðrar lánastofnanir fordæmi Kaupþings.
mbl.is Afnema ábyrgð þriðja aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi

Hugur minn er hjá þeim fjölmörgu sem misst hafa vinnuna undanfarna daga. Það eru efalaust margir  kvíðnir og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Ég er jafnframt mjög hugsi yfir því hvernig við sem þjóð tökum á þessum nýja vanda.  Er bara alveg sjálfsagt að segja fólki upp í fjölmiðlum? Getum við afsakað okkur vegna reynsluleysis? Hvernig virkjum við atvinnulausa svo að tengsl þeirra við atvinnulífið rofni ekki. Við verðum að hafa þor til að taka þessa umræðu.

Búsáhaldarbyltingin

Búsáhaldarbyltingin var ákaflega sérstök. Venjulegir Íslendingar stóðu upp úr sófanum og mótmæltu. Grasrót myndaðist. Ég hef tekið þátt í því starfi í vetur. Síðan gerist það að það fjarar undan þessari byltingu. Fólk hvarf aftur til gömlu flokkanna. Einnig stofnuðu vinir mínir nýtt stjórnmálaafl-Borgarahreyfinguna og er það vel. Aftur á móti þurfti ég að kljást við sömu spurningu og margir aðrir, hvert skyldi halda. Þar sem ég hef verið í Frjálslynda flokknum ákvað ég að starfa þar áfram og reyna að styrkja þann flokk. Einnig að koma hugsunum úr grasrótinni og umræðum þar á framfæri þ.e. innan Frjálslynda flokksins. Hugsanlega munu allir flokkar landsins auðgast sökum grasrótarstarfsins í vetur. Spurningin er hvort sá byltingarandi nái inn á þing? Vonandi kjósum við ekki gamla spillingarliðið yfir okkur aftur.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband