Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fleiri gagnlega Borgarafundi-takk
5.5.2009 | 23:54
Hver er skuldasetning þjóðarinnar? Fjölmiðlar kannið málið.
28.4.2009 | 23:32
![]() |
Erfitt að standa undir skuldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ESB þras
27.4.2009 | 21:00
Takk Frjálslyndir
26.4.2009 | 10:37
F fyrir fólkið.
25.4.2009 | 11:58
Nú skiptir öllu máli að allir fari og kjósi, nýti sér kosningarétt sinn. Þetta vald sem lýðræðið hefur í för með sér. Ég hvet hér með alla til að kjósa og taka afstöðu.
Við í Frjálslynda flokknum segjum F fyrir fólkið. Við erum ósátt við sérhagsmunagæslu, enda hefur okkur aldrei verið mútað.
Allir velkomnir á kosningaskrifstofur okkar í Glæsibæ og Kópavogi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Frjálslyndir og framtíðin, F fyrir fólkið.
24.4.2009 | 23:38
Veturinn hefur verið ótrúlegur. Bankahrunið og öll mótmælin. Ég mætti á Austurvöll flesta laugardaga, ég tók þátt í starfi Borgarafunda í allan vetur. Ég hitti hundruð manna, ég sá um opið hús í Borgartúninu í allan vetur og ræddi við alla þessa óánægðu einstaklinga. Mótmælin í vetur eru ekki í samræmi við niðurstöður skoðanakannana síðustu daga. Hvernig stendur á því að þeir flokkar sem rústuðu heimilunum og draumum okkar ætla fá góða kosningu á morgun.
Við í Frjálslynda flokknum viljum vinna okkur út úr kreppunni með auknum tekjum, meiri þorskafla, frjálsum handfæraveiðum, aukinni ylrækt og fleira og fleira. Við viljum ekki skatta né skera okkur úr kreppunni. Við teljum það ekki raunhæfa leið.
Ekki láta skoðanakannanir ákveða hvað þú kýst á morgun. Okkar rödd er lífsnauðsynleg fyrir Ísland. Stefna Frjálslynda flokksins eru hróp búsáhaldabyltingarinnar, kjóstu okkur ef þú vilt heiðarlegt þjóðfélag. Kjóstu X-F.
X-F
Sumardagurinn fyrsti-baráttan á fullu.
23.4.2009 | 22:15
Dagurinn í dag var mjög skemmtilegur, reyndar annasamur en það gerir ekkert til. Í Glæsibæ vorum við með vöfflur,kaffi,gos og ís fyrir gesti. Við höfðum misreiknað okkur örlítið en gleðileg þó. Það kom ótrúlega mikið af fólki, mikið rennirí og vöfflurnar kláruðust brátt. Því var reddað eins og öðru í snarhasti. Ef allir þeir sem komu kjósa okkur er síðasta könnun kolfallin.
Hér er ein af hetjum dagsins að baka vöfflur á fullu. Vöfflujárnið í forgrunni er mitt og er 29 ára gamalt-eins og nýtt, still going strong...
Það var fjölmennt og mikið er það gefandi að fá að ræða málin beint og milliliðalaust við kjósendur.
Sturla með svar á reiðum höndum, ekki spurning"ég er mættur".
Margir góðir gestir mættu.
Þegar vöfflukaffið var búið í Glæsibæ skruppum við hjónin í fimmtugsafmæli vinar okkar. Þar hittum við nokkra Sjálfstæðismenn sem ætla að strika út flesta sína menn og nota afgangin af blekinu til að krossa við gamla Dið sitt.
Síðan í kvöld var farið á fund í Sægreifanaum.
Sturla-maður fólksins
23.4.2009 | 00:17
Lausnin felst í því að skapa verðmæti
22.4.2009 | 00:24
Samtökin 78
21.4.2009 | 00:17