Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Hér er afstaða Steingríms til þjóðaratkvæðagreiðslu
2.1.2010 | 23:29
Mætum á Bessastaði kl10:30 í fyrramálið
1.1.2010 | 20:58
Húrra fyrir Pétri Blöndal-lausnin er þjóðaratkvæðagreiðsla
29.12.2009 | 01:48
![]() |
Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sameinumst um að kjósa EKKI aftur þá þingmenn sem samþykkja Icesave
28.12.2009 | 01:52
![]() |
Icesave á Alþingi á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frásögn af fundi í Seðlabanka Íslands 4 desember 2009
8.12.2009 | 12:34
Frásögn af fundi í Seðlabanka Íslands 4 desember 2009.
Fundur með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Franek og Flanagan, með hóp Íslendinga sem sent hafa Strauss-Kahn bréf.
Fundinn sátu fyrir hönd íslenska hópsins: Gunnar Sigurðsson, Heiða B.Heiðarsdóttir, Ásta Hafberg, Einar Már Guðmundsson, Helga Þórðardóttir, Gunnar Skúli Ármannsson, Lilja Mósesdóttir, Elías Pétursson, Ólafur Arnarson.
Fundurinn sem stóð í tæpar tvær klukkustundir var að sumu leyti upplýsandi og þökkum við fulltrúum AGS fyrir hann.
Eftirfarandi grundvallaratriði voru tekin fyrir. Farið var kerfisbundið í gegnum neðantalin atriði á fundinum. Lögð voru fram gögn máli okkar til stuðnings. Reynt var með öllum ráðum að fá fram skýr svör byggð á staðreyndum.
1. Að vöruskiptajöfnuður Íslands verði jákvæður um það bil 160 milljarða á ári næstu tíu árin. Flanagan tókst ekki að sýna fram á með rökum hvernig þetta gæti orðið að veruleika.
2. Að tekjur ríkisins aukist um 50 milljarða á ári næstu árin. Flanagan tókst ekki að sýna fram á með rökum að þetta væri mögulegt.
3. Að landsframleiðsla aukist næstu árin. Flanagan tókst ekki að sýna fram á með rökum að þetta væri mögulegt.
4. Hversu hátt skuldaþol Íslands af vergri landsframleiðsu getur orðið? Flanagan snéri sig út úr því og gaf ekki skýrt svar.
Fyrrnefnd grundvallaratriði eru forsendur þess að áætlun AGS gangi upp. Okkar mat er að engar forsendur séu til staðar svo viðkomandi grundvallaratrið verði að raunveruleika. Af því leiðir að áætlun AGS er brostin. Flanagan tókst ekki að hnika til sannfæringu okkar. Því miður þá sjáum við ekki neina vitglóru í áætlun AGS.
Flanagan tókst ekki að hrekja gagnrýni okkar á sannfærandi hátt óþægilegar spurningar leiddi hann hjá sér.
1. Vöruskiptajöfnuður.
Við bentum á að í sögulegu samhengi væru engin fordæmi fyrir jákvæðum vöruskiptajöfnuði í þessu magni í svo langan tíma. Eini raunhæfi möguleikinn er að minnka innflutning verulega.
Flanagan taldi ekki gagnlegt að bera fortíðina saman við framtíðina. Flanagan telur fortíðina ekki í raun ekki marktæka vegna hinna miklu breytinga sem hrunið hefði í för með sér á tekjustoðum landsins. Við bentum honum á að fyrir bankabólu þá hefðum við verið með hagkerfi sem líktist því sem hann væri að lýsa, hann virtist ekki telja það eiga við. Hann taldi að kreppan myndi leiða til langvarandi jákvæðs viðskiptajöfnuðar, sem stenst ekki í sögulegu samhengi. Hann gat ekki bent á neinar áætlanir sem gætu skapað þennan vöruskiptajöfnuð. Hann ræddi ekki um minnkun á innflutningi. Hann taldi kvótakerfið koma í veg fyrir aukin útflutning á fiski í tonnum talið. Einhver óljós orð hafði hann um orkufrekan iðnað.
Niðurstaðan eftir að hafa hlustað á hann var sú að hann taldi þetta gerast, en gat ekki skýrt hvernig.
Síðar á fundinum hrökk upp úr Flanagan hvernig vöruskiptajöfnuðurinn er fenginn. Skuldir Íslands voru lagðar saman og síðan var vöruskiptajöfnuðurinn stilltur af þannig að Ísland gæti staðið í skilum. Þetta er vel þekkt aðgerð í Excel forritinu og kallast goalseeking
2. Tekjur ríkisins.
Flanagan nefndi auknar skatttekjur. Við bentum honum á að árið 2008 hefði verið eitt besta skattaár Íslands sögunnar. Forsendur til að afla mikilla skatta á árinu 2008 voru einstaklega hagstæðar. Þær forsendur eru brostnar að okkar mati í dag. Bankarnir hrundu, laun hafa lækkað, atvinnustarfsemi í lágmarki o.sv.fr. Hvernig við getum gert ráð fyrir að fá jafngóðar skatttekjur árið 2010 og árið 2008? Þar að auki hvernig eiga skatttekjur að aukast um 50 milljarða á hverju ári í mörg ár. Flanagan hafði ekkert svar við því. Hann gat ekki skýrt út fyrir okkur hvernig þeir komust að þessari niðurstöðu.
3. Landsframleiðslan.
Flanagan var spurður út í áætlanir þeirra varðandi vöxt landsframleiðslu, hann taldi þær varlegar. Hann var spurður út í hvernig þessar áætlanir voru gerðar, svör virðast benda til þess að þar sé um svipaða EXCEL aðferðafræði og í öðrum áætlunum þeirra. Flanagan sagði einnig að ljóst væri að Ísland þyrfti að breytast úr þróuðu þjónustusamfélagi í framleiðslu þjóðfélag með áherslu á útflutning. Þessu mundi sjá stað á næstu misserum í mjög minnkandi hlut verslunar og þjónustu til innanlandsnota í veltu samfélagsins.
4. Skuldaþol sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.
Var rætt nokkuð og taldi hann möguleika á að Ísland stæðist hærra skuldaþol að gefnum vissum forsendum. Sú forsenda var að eignir væru fyrir hendi, virtist í máli hans litlu skipta þó þær eignir væri ekki endilega í eigu þeirra sem skulda. Bentum við honum á að td eignir lífeyrissjóðanna væru ekki aðgengilegar, lífeyrissjóðirnir væru eignir fólksins en ekki eignir ríkis né fyrirtækja. Þessi ábending virtist skaprauna Flanagan. Hvort það er vegna þess að þetta voru nýjar upplýsingar fyrir honum eða þá að hann vissi að ekki væru til neinar eignir hjá lífeyrissjóðunum til ráðstöfunar upp í skuldir, var ekki ljóst. Hann taldi að erlendar eignir lífeyrissjóðanna væru gjaldeyrisskapandi, og virtist telja að sá gjaldeyrir væri til ráðstöfunar fyrir ríkið. Hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu er óljóst.
Önnur atriði sem komu fram á fundinum:
Mjög mikil hætta á fólksflótta, Flanagan hafði áhyggjur af því. Hann telur að ekki sé hægt sé að gera mikið við því.
Flanagan sagði að það væri markmið ríkisstjórnarinnar að skera ekki niður norræna velferðarkerfið. Það kom fram að það væri ekki stefna AGS.
Hann taldi að gengi íslensku krónunnar myndi ekki batna næstu tíu árin. Af því leiðir að lán Íslendinga í erlendum gjaldeyri munu ekki skána neitt næstu 10 árin. Af því leiðir líka að sú kjaraskerðing sem til er kominn vegna gengisfalls er kominn til að vera. Sem gæti leitt til þess að Ísland verði láglaunaríki sem framleiði hráefni og lítt unna vöru fyrir betur stæð lönd til fullvinnslu. Svolítið svona þriðja heims dæmi...
Það er á dagskrá stjórnar AGS að koma til Íslands.
Flanagan fullyrti það að niðurstaða Icesave deilunnar væri ekki forsenda aðstoðar AGS.
Bretar, Hollendingar og Norðurlöndin hafi krafist of hárra vaxta á of skömmum tíma. Flanagan hélt því fram að AGS hefði komið þar að málum og fengið þessa aðila til að stilla kröfum sínum í hóf.
Flanagan fullyrti einnig að Svíar væru í forsvari Norðulandanna þegar kemur að málefnum Íslands og að þeir hefðu sett lausn Icesave-deilunnar á oddinn sem forsendu lánafyrirgreiðslu og aðstoðar.
Flanagan fullyrti að ríkisstjórnin ákveði sjálf hvernig niðurskurði og skattahækkunum sé háttað. Einnig ákveður ríkisstjórnin sjálf hversu langan tíma hún tekur í skatta- og niðurskurðaraðgerðir.
Einnig kom fram á fundinum að ef hægt væri að hnekkja neyðarlögunum þá yrðum Íslendingar opinberlega gjaldþrota sem ríki.
Þegar Flanagan var spurður hvar áætlun AGS hefði gefist vel þá nefndi hann bara Tyrkland. Reyndar stjórnaði hann aðgerðum þar. Spurningunni er því ósvarað hvort það er Flanagan sem er svona klár eða stefna AGS.
Flananagan var spurður hvort hann myndi búa áfram á Íslandi eða ekki ef hann væri Íslendingur. Hann svarði því til að ef hann væri Íslendingur í dag og hefði kost á atvinnu erlendis myndi hann flytja.
Til skýringar er hér mynd sem sýnir áætlanir SÍ og AGS um vöruskiptajöfnuð í sögulegu samhengi síðustu tíu ára
Er ennþá hugsi eftir fund með AGS í dag
5.12.2009 | 00:50
![]() |
Áætlun AGS Excel-æfing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bréf til Strauss-Khan, myndir.
3.12.2009 | 01:08
Hér er svarbréfið til Strauss Kahn
30.11.2009 | 23:54
Hér kemur svarbréfið sem ég og fjórtán aðrir áhyggjufullir Íslendingar sendum Dominique Strauss Kahn framkvæmdastjóra AGS. Við höfum hist á mörgum fundum og reynt að kynna okkur stöðu þjóðarbúsins eftir bestu getu. Í stuttu máli erum við mjög áhyggjufull og teljum að við þurfum að leita svara hjá sérfræðingum fyrir utan landsteinana. Vonandi fáum við áheyrn hjá Srauss Kahn í þetta sinn. Bréfinu fylgja gröf sem ég gat ekki sett inn en þau en ég mun vonandi bæta úr því seinna.
Hr. Dominique Strauss Khan
framkvæmdastjóri
Alþjóðagjaldeyrisjóðurinn
Washington, D.C., 20431
U.S.A.
Ágæti Strauss Kahn:
Við þökkum fyrir svarbréf yðar frá 12.11 2009.
Fyrst viljum við segja að okkur er það fullkomlega ljóst að aðkoma utanaðkomandi sérfræðinga að málum Íslands á sínum tíma var nauðsynleg bæði vegna stærðar vandans og þess að íslenskir ráðamenn gerðu sér ekki fulla grein fyrir alvarlegri stöðu landsins. Þær hörmungar sem íslensk þjóð er að ganga í gegnum er að okkar mati staðfesting á vanhæfni stjórnsýslunnar og íslenskra bankamanna.
Varðandi svör þín vegna ICESAVE deilunnar viljum við taka eftirfarandi fram.
Í viljayfirlýsingunni milli Íslands og AGS frá október 2008, grein 9, kemur greinilega fram vilji AGS í málinu. Þar eru íslensk stjórnvöld skylduð til að ræða við Breta og Hollendinga eingöngu á forsendum þeirra og án þess að Ísland ætti í raun nokkra von vegna aðstöðumunar þjóðanna. Með þessu blandaði sjóðurinn sér í milliríkjadeilu. Í annan stað eru Íslendingar skyldaðir í sömu grein til að endurgreiða fyrrnefndum þjóðum forfjármögnun þeirra á ICESAVE. Forfjármögnun sem þær höfðu ekkert samráð við Ísland um og ákváðu algjörlega upp á sitt einsdæmi. Í þriðja lagi er það okkar mat að Íslendingar hafi verið neyddir með ICESAVE samkomulaginu til þess að brjóta þá meginreglu EES reglnanna að einkabankar og gjaldþrot þeirra skulu aldrei njóta ríkisábyrgðar á EES svæðinu (In order to avoid distortions of competition, public credit institutions must not include in their own funds guarantees granted them by the Member States or localauthorities (1)(2) ). Í fjórða lagi kemur fram í fyrrnefndri viljayfirlýsingu frá október 2008, grein 24, að samningar við Norðurlöndin séu fyrirhugaðir og því hafi skilyrði þeirra um Icesave væntanlega ekki verið upp á borðum þegar AGS skyldaði Íslendinga til að klára ICESAVE deiluna. Norðurlöndin fóru einfaldlega eftir þeirri línu sem lögð hafði verið af AGS í viljayfirlýsingunni frá október 2008 milli Íslands og AGS. Í kjölfar svarbréfs þíns til okkar spunnust nokkrar umræður á Íslandi og í Noregi. Efnahags- og viðskiptaráðherra Íslands telur þig hafa ..skautað dálítið létt yfir þessa tengingu(3). Ráðuneytisstjórinn í norska fjármálaráðuneytinu kveður heldur fastar að og segir skilning þinn ekki réttan varðandi hlut Norðmanna í töf á endurskoðun áætlunar AGS. Norðmenn benda sérstaklega á að stjórn AGS hafi farið að vilja Breta og Hollendinga í stjórn AGS í þessu máli (4)(5).
Ekki má skilja orð okkar svo að við teljum ábyrgð íslenskra stjórnvalda og bankamanna léttvæga hvað þá að við viljum hlaupast undan réttmætum skuldbindingum okkar. En réttmæti krafna fyrrnefndra vinaþjóða eru einmitt vefengdar af mörgum sérfræðingum.
Óbærileg skuldastaða Íslands er það sem veldur okkur mestum áhyggjum.
Við óttumst að Íslendingar geti ekki staðið í skilum með vexti og afborganir ásamt því að halda uppi norrænu velferðarsamfélagi. Mat okkar er stutt af mörgum vel þekktum sérfræðingum m.a. fyrrverandi starfsmönnum AGS. Það sem eykur á áhyggjur okkar er að AGS virðist ekki vilja viðurkenna þennan vanda, hvað þá að útskýra á sannfærandi hátt það mat sitt að skuldirnar séu bærilegar. Sem dæmi um misræmi má nefna að AGS taldi, í nóvember 2008, að Ísland gæti í mesta lagi staðið undir skuldsetningu sem nemur 240% af VLF. Í dag teljið þið Ísland þola 310%. Hvað breyttist? Margt bendir til að skuldsetning Íslands muni nálgast 400% af VLF á næsta ári og nægir í því sambandi að benda á hættuna á því að neyðarlögunum verði hnekkt fyrir dómstólum. Mun AGS þá meta 400% skuldsetningu af VLF bærilega, eða er markið enn hærra ef það hentar umræðu framtíðarinnar?
Einnig vekja áætlanir AGS og stjórnsýslunnar um viðskiptajöfnuð komandi ára upp fleiri spurningar en svör (mynd 1). Hvernig má það vera að áætlaður viðsnúningur í viðskiptajöfnuði er í engu samræmi við reynslu okkar úr fortíðinni, hvorki til langs né skamms tíma? Mun AGS td. leggja til verulegar takmarkanir á innflutningi neysluvara í framtíðinni?
Ef fram fer sem horfir mun Ríkissjóður Íslands nota um 25% af tekjum sínum í vaxtagreiðslur af erlendum lánum. Mismunur á greiddum vöxtum og áföllnum upp á milljarðatugi munu leggjast á höfuðstól erlendra lána og þar með auka enn á byrðar framtíðarinnar. (mynd 2). Ef fram fer sem horfir munu skattahækkanir og niðurskurður draga allan þrótt úr íslensku hagkerfi. Lífskjör munu versna og hætta er á miklum fólksflótta úr landi. Þessa dagana flytja 14 Íslendingar á dag til Noregs, það jafngildir að 2.800 Frakkar flyttu til Noregs á degi hverjum. Þótt vanhæfni stjórnsýslu og bankamanna á Íslandi hafi átt stóran þátt í hruninu teljum við ekki að það réttlæti þær aðferðir sem AGS notar á Íslandi.
Það hljóta að vera einhver mörk á þeim byrðum sem hægt er að leggja á þjóð vegna í glæpsamlegs klúðurs valdhafa, braskara og stórfyrirtækja.
Af reynslu undanfarinna mánaða er það orðin einlæg skoðun okkar að skortur á skýrum upplýsingum byggðum á staðreyndum sé stórt vandamál á Íslandi. Í alvöru upplýsingagjöf felst t.d. að segja okkur satt og skýrt frá stöðu mála á hverjum tíma og leggja fram til umræðu áætlanir til skemmri og lengri tíma. Bæði íslensk stjórnvöld og AGS virðast forðast að draga fram sanna mynd af nánustu framtíð Íslands. Upplýsingagjöf AGS um endurgreiðslur skulda Íslands bera með sér ósamræmi milli áætlana byggðum á rauntölum fortíðarinnar og reiknikúnstum stjórnsýslu og AGS.
Þrátt fyrir endurtekna fundi, ýmissa hópa, með Mr. Rozwadowski teljum við svör hans ekki fullnægjandi. Þar sem vaxandi óróleika gætir meðal þjóðarinnar og krafan um skýr svör verður sífellt almennari, ítrekum við því ósk okkar um fund með þér.
Tilvitnanir..
1) DIRECTIVE 2000/12/EC OF THE EUROPEAN PARLIAMENT AND OF THE COUNCIL
2) Directive 94/19/EC of the European Parliament
3) http://www.althingi.is/altext/raeda/138/rad20091116T153314.html
Er þöggun í gangi hjá RUV
28.11.2009 | 23:36
Mætum á Austurvöll á morgun kl 15
28.11.2009 | 00:41
Mótmælum óréttlætinu í þjóðfélaginu. Stöndum saman, það er eina vopnið okkar. Mótmælum ráni bankanna á stórum hluta fasteigna okkar. Stöndum með Hagsmunasamtökum Heimilanna, stöndum með okkur. Sumir skulda ekki mikið. Samt eru margir sem skulda of mikið, að nauðsynjalausu. Gagnast gjaldþrot að nauðsynjalausu börnunum okkar?
Mótmælum líka Icesave. Gagnast skuldir Icesave afkomendum okkar?
Látum ekki Gordon Brown kúga okkur!!