Færsluflokkur: Lífstíll
Hvernig við ætlum að berjast við vandamál framtíðarinnar-XF.IS
27.5.2010 | 12:27
Sveitastjórnarkosningar verða 29 maí en þær verða ákveðinn prófsteinn fyrir þjóðina. Vaxandi vantrú gætir hjá almenningi til stjórnmála og er það í raun mjög skiljanlegt. Við verðum þó að velja okkur fulltrúa og núna þurfum við að vanda valið.
Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki gengið fyrir mútum eins og ráðandi stjórnmálaöfl. Frjálslyndir eru ekki nefndir á nafn í rannsóknarskýrslu Alþingis í tengslum við eitthvað misjafnt atferli. Bókhald flokksins hefur frá upphafi verið opið.
Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í flokknum, ný forysta valin og margir nýir félagsmenn bæst í hópinn. Við komum því til leiks með hreinan skjöld.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur mælt með kröftugum niðurskurði sem lendir oftast á velferðarmálum. Frjálslyndi flokkurinn hafnar þessari leið og ætlar að verja velferðina.
Með vaxandi fátækt er hætta á því að sum börn eigi þess ekki kost að njóta máltíða með skólasystkinum sínum. Þess vegna vill Frjálslyndi flokkurinn innleiða gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
Reynslan hefur kennt okkur að borgararnir þurfa meiri völd, ekki bara á fjögurra ára fresti. Því teljum við að 10% kosningabærra mann geti farið fram á kosningu um mikilvæg málefni. Salan á HS orku er eitt slíkt dæmi. Auk þess teljum við að gagnsæi þurfi að vera algjört þegar fulltrúar okkar sýsla með fjármuni almennings. Það þarf að vera auðvelt að rekja öll útgjöld og hver ber ábyrgð á þeim.
Reykjavíkurborg verður að auka mannaflsfrekar framkvæmdir til að hemja atvinnuleysið. Sjávarútveg og iðnað þarf að efla og samtímis að skapa aukin verðmæti með þekkingu og nýsköpun. Orkuveita Reykjavíkur er því miður mjög skuldug og leita verður allra leiða að halda OR í eigu Reykvíkinga. Frjálslyndi flokkurinn telur mjög brýnt að óháð rannsóknarnefnd rannsaki sveitarstjórnarstigið.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íbúalýðræði eða Loðvík 14
21.5.2010 | 15:51
Konungar fyrr á tímum töldu sig eiga einkarétt á valdinu eins og berlega kemur fram þegar Loðvík 14 sagði "ríkið það er ég". Franska byltingin snéri þessu við þannig að almenningur hefur valdið og deilir því til sinna fulltrúa með kosningum.
Borgabúar hafa stundum reynt, án árangurs, að hafa áhrif á sína kjörnu fulltrúa milli kosninga. Gott dæmi er salan á HS Orku í Borgarstjórn. Þá mættu margir á pallana í Ráðhúsinu og mótmæltu kröftuglega. Þá túlkaði meirihlutinn sjálfan sig á sama hátt og Loðvík 14 gerði um árið.
Þar sem almenningur skilur að það skiptir litlu máli að æpa sig hásan, þá er fólk ekkert að eyða tíma í pólitískt starf eða mótmæli því það kemur svo sem engu til leiðar hvort eð er.
Þessu vill Frjálslyndi flokkurinn breyta. Við teljum að 10% kosningabærra manna eigi að geta fengið kosningar um einstök mál. Þar með er almenningur kominn með völd á milli kosninga og mun það glæða pólitískan áhuga almennings. Þetta mun virka fyrst og fremst sem hemill á valdstéttina við að þröngva einhverjum vafsömum málum í gegn. Þetta er færsla á valdi til okkar, almennings, sem erum ríkið, ekki satt?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frjálslyndir opna kosningaskrifstofu
3.5.2010 | 00:12
Frjálslyndi flokkurinn er mættur til leiks í sveitastjórnarkosningunum. Flokkur sem er ekki tengdur spillingu né styrkjum, flokkur sem ætíð hefur haft opið bókhald, er flokkur sem er ánægjuleg tilbreyting við þá flóru sem almenningur fær að upplifa í dag.
Frjálslyndi flokkurinn opnaði kosningaskrifstofu að Ármúla 21 í Reykjavík í dag. Opnunin tókst með miklum ágætum og voru gestir mjög ánægðir með aðstöðuna og húsnæðið. Mikill hugur var greinilega í fólki. Mikið af nýju fólki hefur skráð sig í flokkinn í allt vor.
Viss söknuður var hjá fundargestum vegna æpandi fjarveru fjölmiðlamanna. Öllum hafði verið boðið sérstaklega. Sumt breytist bara ekki þrátt fyrir heilt bankahrun.
Hér erum við Haraldur að kynna okkur og bjóða gesti velkomna.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ræða mín í dag á Austurvelli.
24.4.2010 | 21:48
Alþingi götunnar 24 apríl 2010.
Kæru þingmenn götunnar,
Vonandi munu laukarnir hér á Austurvelli bera tilætlaðan ávöxt!
Örfáir útrásar og bankadólgar ásamt spilltum stórnmálamönnum hafa komið okkur á kaldan klakann. Þessir menn unnu myrkraverk sín í reykfylltum bakherbergjum.
Þetta höfum við fengið staðfest í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Þetta létum við gerast vegna þessa að því var haldið að okkur að hér væri allt best og við ættum bara að njóta og taka þátt í veislunni. Þeir sem voguðu sér að gagnrýna þessa sukkveislu voru kallaðir kverúlantar.
Hvernig er komið fyrir okkur í dag . Megum við fylgjast með og hafa skoðun á því sem stjórnvöld eru að sýsla án þess að vera gerð tortryggileg. Hvernig er með gagnsæið ?
Á síðustu vikum hefur það orðið augljóst að samstarf ríkisstjórnar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fer fram fyrir luktum dyrum. Eingöngu nokkrir Íslendingar semja við sjóðinn og okkur er síðan kynntur gerður hlutur. Þetta segir okkur að stjórnarhættir hafa ekkert breyst á Íslandi. Við sitjum enn í sömu súpunni, það eru bara Jóhanna og Steingrímur í stað Geirs og Ingibjargar.
Núna hafa þau skrifað undir viljayfirlýsingu sem ég vil fjalla aðeins um. Í henni kemur meðal annars þetta fram;
Eftir sumarið mun Ríkisstjórn Íslands ekki bæta við neinum úrræðum til viðbótar, handa skuldsettum Íslendingum.
Eftir sumarið verða skuldsettir Íslendingar að bjarga sér sjálfir.
Þetta eru fyrirmæli Alþjóðafgaldeyrissjóðsins og ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hefur skrifað upp á að hún muni framfylgja þeim .
Hver er raunveruleikinn?
Þúsundir heimila ná ekki endum saman um hver mánaðarmót. Fjöldi einstaklinga sem tilheyrðu miðstétt færast nú yfir í stétt fátækra. Þessi þróun hefur verið vaxandi frá hruni og mun aukast.
Í haust mun öllum frystingum eða frestunum á greiðslum skulda verða lokið. Þá mun veruleikinn sýna sig. Þá mun koma í ljós hverjir geta staðið í skilum og hverjir ekki.
Samkvæmt AGS á að senda þá sem ekki geta staðið í skilum hratt í gegnum þrotameðferð. Hugsanlega munu margir sem kjósa ekki gjaldþrot flytja úr landi, eignalausir, en enn skulda bankanum sínum og þurfa að halda áfram að borga svikabankanum á Íslandi . Þökk sé Steingrími, Jóhönnu og AGS.
Þetta eru kröfur AGS. Þetta þarf að gerast til þess að excel skjöl þeirra gangi upp.
Það er augljóst að lyklafumvarp Lilju Mósesdóttur á engan tilverurétt í plönum AGS.
Það er augljóst að það er enn verið að teyma okkur áfram á asnaeyrunum. AGS, ESB, ríkisstjórnin eða Alþingi eru engir frelsandi englar. Allir þessir aðilar virðast tala máli lánadrottna gegn lántakendum.
Alþingi götunnar talar máli lántakenda auk nokkurra lausagangskatta á Alþingi. Núna verður slíkum köttum að fjölga úr öllum flokkum. Að öðrum kosti munu excel skjöl Alþjóðagjaldeyrssjóðeins ráða hér öllu á landinu okkar.
Hvernig líður börnunum okkar í excel skjölum lánadrottnanna.
Þau eiga sér drauma, um heimilið sitt sem foreldrar þeirra skópu. Um nærumhverfið, vinina, skólann, leikvöllinn og framtíð sína sem íslenskir borgarar. Hvað hafa þau til saka unnið.
Hvaða máli skiptir þessi börn að lánadrottnar heimsins vilja fá allt sitt endurgreitt. Eiga þessi börn að gjalda þess að foreldrar þeirra trúðu svikulum kosningaloforðum? Áttu foreldrarnir að sjá í gegnum Steingrím til að geta skapað börnum sínum lífvænlega framtíð. Hvers eiga þessi börn að gjalda?
Fórnarkostnaður íslenskra barna er sá sami og margra annarra í þessum heimi.
Stærsti hluti barnadauða heimsins stafar af ofurskuldsetningu þjóða sem spilltir stjórnmálamenn hafa orsakað.
Ef börn í landi okkar búa svo illa að foreldrar þeirra ná ekki endum saman,
ef ekki er hægt að sinna nauðþurftum þarf eitthvað að gera.
Sem foreldri, ef barn þitt er svangt, á ekki möguleika á fötum eða öðrum nauðsynjum þá þarft þú að gera eitthvað í málinu.
Ef heimilið er sett í þrot, fjölskyldan sprengd og sundruð þá þurfa foreldrar að gera eittthvað.
Foreldrar, tilgangur ykkar er að koma afkvæmum ykkar á legg og gera þau að góðum og gegnum þjóðfélagsþegnum .
Foreldrar, berjist fyrir börnin ykkar. Berjist en án baráttu mun ekkert breytast!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
YFIRLÝSING ALÞINGIS GÖTUNNAR
6.3.2010 | 20:08
Yfirlýsing Alþingis götunnar.
Við erum hér saman komin í dag til að stofna Alþingi götunnar.
Hagsmunir fjármagnseigenda og innanbúðarmanna hafa ráðið för á Íslandi eftir hrun eins og fyrir hrun. Hagsmunir almennings hafa ekki hljómgrunn hjá stjórnvöldum nema í aðdragenda kosninga.
Kjör aldraðra, öryrkja og fatlaðra voru skorin niður strax. Skuldsetning heimila og fyrirtækja er látin vaxa óáreitt, með gjaldþrotum og nauðungaruppboðum. Launakjör skorin niður, uppsagnir og skattahækkanir. Allt kunnulegir fylgifiskar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þegar kemur að kreppulausnum.
Þeir sem djarfast spiluðu á útrásartímanum, halda gróðanum en tapið er lagt á herðar almennings.
Stjórnlagaþing, lýðræðið, rödd og vald almennings er haft að háðung og spotti.
Hingað og ekki lengra, okkur er nóg boðið. Öll helstu kosningaloforðin svikin. Hvers vegna erum við gleymd daginn eftir kjördag? Erum við engin ógn við notalega tilveru ykkar í glerhúsinu? Baksvipur ykkar finnst okkur kuldalegur.
Við fylkjum liði með almenningi sem flykkist út á göturnar víða um heim, í Grikklandi, í Lettlandi og höfnum því að gróði nýfrjálshyggjunnar sé einkavæddur en tapið þjóðnýtt.
Þess vegna stofnum við Alþingi götunnar, til að snúa ykkur við í roðinu, til að þið hlustið á okkur, okkur sem kusum ykkur á þing. Valdið er okkar, þegnanna. Þið starfið í umboði okkar. Þannig er lýðræðið, er einhver týra logandi hjá stjórnvöldum eða var enginn að gæta eldsins?
Við krefjumst þess að höfuðstóll lána sé leiðréttur, verðtryggingin afnumin, skuldir fyrnist við þrot, þeir sem bera ábyrgð á kreppunni axli líka birgðarnar en ekki bara við skilvísir Íslendingar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendur úr landi og manngildið sett ofar fjármagninu, auðlindir landisns verði í ævarandi eigu þjóðarinnar og að við fáum verkfæri til að hafa hemil á ykkur, þingmönnum okkar.
Þetta er hlutverk Alþingis götunnar. Ég set hér með Alþingi götunnar og lýsi yfir stofnun þess hér á Austurvelli 6. mars árið 2010. Alþingi götunnar er hér með sett.
Declaration of the Parliament of the people.
We are gathered here today to assemble the Parliament of the people
Before and after the finance crash in Iceland, the interest, the needs of the finance world have been first priority of our governments. The politicians have not been looking after the interest of their employer, the people of Iceland, except in the time up to elections.
For the old and handicapped this has meant that all state support has been cut down drastically. Mortgages and loans on homes and smaller businesses have been growing out of proportions until an auction is the only solution. Wages are cut, taxes higher and layoffs are happening regularly. All those things are known consequences following thehelp that the IMF provides to nations in need.
The ones, who played the boldest game in the finance wonder, keep the profit while the loss rolls over on the shoulders of ordinary people.
Our hopes for a new constitution and a real democracy, the voice and the power of the people are only met with a sardonic grin.
Now we say stop, here and not further, we have had enough. All the promises of our politicians have been broken. Why are we forgotten the day after an election? Are we no threat to your being? We dont like that you give us a cold shoulder.
We, like the people in Greece and Latvia, take the streets and say no to the privatization of neo libarism failures while the losses are pulled over the heads of ordinary people.
By that reason we conduct the Parliament of the people. We want you to listen to us, us the people who voted for you, your employers. The power lies by us. That is democracy
We demand that loans and mortgages will be lowered to a reasonable amount, that by a auction the rest debt is zeroed out, that the people who hold the main responsibility for the finance crash shoulder the burden of it, not with us who always worked and paied. We demand the departure of the IMF and that people will be valued higher than profit and money. We demand that our recourses will be forever the property of the Icelandic nation and that we will be given tools to keep you on track, our politicians.
Those are the goals of the Parliament of the people. I hereby declare the foundation of the Parliament of the people Austurvöllur 6th of March 2010.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fundur á Austurvelli á morgun kl. 15:00
24.7.2009 | 22:23
Á morgun laugardaginn 25. júlí verður útifundur haldinn á Austurvelli. Útifundur fyrir sjálfstæði Íslands, gegn IceSave og gegn ESB. Rauður vettvangur stendur fyrir þessum fundi. Vinkona mín og félagi úr Frjálslynda flokknum, Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, mun halda ræðu en ég veit ekki hverjir fleiri munu tala á fundinum en vonandi verður þetta fræðandi og upplýsandi fundur.
Það er sérstaklega mikilvægt að sem flestir mæti. Ástæðan er sú að það er mikilvægt fyrir einstaklingana að kynna sér þessi mál vel. Getum við borgað IceSave. Hverjar verða afleiðingarnar fyrir íslenska þjóð ef við verðum knésett vegna skulda. Munum við þá samþykkja ESB í nauðvörn. Hverjir eru möguleikar okkar, eru okkur allar bjargir bannaðar? Flestar þjóðir ganga inn í ESB þegar kreppir að. Þjóðir eru mjög leiðitamar í kreppu og verður kreppan því notuð sem hagsstjórnartæki. Verða þetta örlög okkar?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Á puttanum í boði Vinstri Grænna
29.5.2009 | 23:24
Það er fullyrt að síðustu aðgerðir Ríkisstjórnarinnar muni auka tekjur ríkisins um liðlega 2 milljarða-nettó. Verðtryggð lán steinsteypueigenda munu hækka um 8 milljarða. Skjaldborg hvað-jóla hvað. Er þetta lið ekki með öllum mjalla. Hækka bensínið rétt fyrir sumarfrí svo að íslenskur ferðaiðnaður fái sem fæsta kúnna í sumar. Hafa Vinstri græn hugsað sér að allir ferðist um landið okkar á puttanum í sumar?
Ég tel forgangsatriði að við fáum einhverja aðila úti í heimi til að lýsa því yfir að íslenskur almenningur sé í útrýmingarhættu. Ef til vill munu Vinstri græn þá fara að meðhöndla okkur jafn vel og hvalina.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Balletsýning í dag.
3.5.2009 | 22:31
Yngsta dóttirin dansaði í balletsýningu Klassíska Listdansskólans í dag. Hátíðin var haldin í Borgarleikhúsinu. Sýningin hefur aldrei verið glæsilegri. Gríðalegur metnaður er að baki slíku framtaki. Allt þetta snýst umhverfis eina manneskju að mestu. Það er Guðbjörg skólastjóri sem með ótrúlegri eljusemi hefur hafið þennan skóla í hæstu hæðir. Við segjum bara takk Guðbjörg.
Hér læt ég eina mynd fljóta með og þar er dóttirin með, að sjálfsögðu.
Guðlaug Anna er önnur frá vinstri
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Garpamót í sundi!!
1.5.2009 | 22:38
Íslandsmót Garpa í sundi hófst í dag. Það fer fram í Sundlaug Kópavogs. Ég og litli bróðir minn erum þátttakendur og keppum fyrir Tindastól. Mótsgestir og haldarar mættu hressir og spenntir í dag. Allt gekk stórslysalaust fyrir sig ef frá er talið örstutt andlát skeiðklukkunnar í upphafi móts. Hún var snarlega endurlífguð og mótið gat hafist.
Ég stakk mér tvisvar í laugina og uppskar tvö gull. Litli bróðir fékk tvö silfur. Nú verð ég að fara að sofa því keppt verður allan daginn á morgun.
Takið eftir að litli bróðir, Sigurjón, telur ferðirnar mínar. Að sjálfsögðu höfum við allt sem skiptir máli innan fjölskyldunnar, ekki satt?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
F fyrir fólkið.
25.4.2009 | 11:58
Nú skiptir öllu máli að allir fari og kjósi, nýti sér kosningarétt sinn. Þetta vald sem lýðræðið hefur í för með sér. Ég hvet hér með alla til að kjósa og taka afstöðu.
Við í Frjálslynda flokknum segjum F fyrir fólkið. Við erum ósátt við sérhagsmunagæslu, enda hefur okkur aldrei verið mútað.
Allir velkomnir á kosningaskrifstofur okkar í Glæsibæ og Kópavogi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)