Maybe I should have

Ég fór á frumsýningu myndarinnar Maybe I should have í gærkvöldi.  Þetta er í fáum orðum mynd sem enginn má láta fram hjá sér fara. Ég veit að það eru margir þarna úti sem hugsa enn ein kreppumyndin en gleymið því, þetta er alls engin venjuleg mynd. Þetta er mynd sem spannar allan tilfinningaskalann þ.e. fólk bæði hlær og grætur. Háskólabíó var troðfullt og það var ótrúlegt að upplifa stemmninguna en það var t.d. klappað þó nokkrum sinnum í myndinni og í lokin stóðu allir bíógestir upp og klöppuð lengi og vel. Þegar ég mætti til vinnu í morgun og sagði vinnufélögunum að þeir yrðu að sjá þessa mynd þá mætti ég þó nokkrum fordómum og fólk sagðist sko ekki ætla að velta sér upp úr kreppunni. Ég get bara sagt við ykkur sem eruð skeptísk, ég hló meira á þessari mynd en Bjarnfreðarsyni. Ég ætla ekki að segja frá söguþræði myndarinnar því ég vil halda ykkur forvitnum. Gunni, Herbert, Lilja og Heiða innilega til hamingju með árangurinn og þó þið fáið kannski ekki mikið í kassann þá hafið þið gert mynd sem mun hafa áhrif.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég ætla sannarlega að sjá þessa mynd. Hlustaði hins vegar á óborganlegan leikþátt frá Borgarstjórn Reykjavíkur, með Ólaf Magnússon í aðalhlutverki. Það var líka hlegið og grátið. Ég hló, en vinur minn sem hefur verið stuðningsmaður Frjálslindaflokksins grét. Fimm mínútum eftir að leikþættinum lauk var hann ennþá að gráta. Reyndi að hugga hann, en hann vildi ekki segja mér af hverju hann væri að gráta.

Sigurður Þorsteinsson, 21.1.2010 kl. 23:06

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Myndin kom alls ekki tárunum út á mér. Mér fannst húmorinn einmitt einkenna myndina svo mjög að ég brosti og hló þótt efnið væri grafalvarlegt. Og mér fannst salurinn vera þannig stemmdur. Ég held að rétt lýsing á myndinni væri gamanmynd.

Berglind Steinsdóttir, 21.1.2010 kl. 23:25

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er ákveðin í að sjá þessa mynd.  Og það er ótrúlegt að fólk skuli ennþá vera að gogga í Frjálslynda flokkinn.  Það er sagt að það sparki enginn í hundshræ.  Það skyldi þó ekki vera að menn væru ennþá dauðhræddir við hvað fólkið sem er í Frjálslyndaflokknum muni að gera. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2010 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband