Mannréttindi og velferð

Í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna stendur eftirfarandi texti:

25.grein   1. Allir eiga rétt á lífskjörum sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan þeirra sjálfra og fjölskyldu þeirra.  Telst þar til fæði, klæði,húsæði, læknishjálp og nauðsynleg félagsleg þjónusta,svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar,fyrirvinnumissis,elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert. 2. Mæðrum og börnum ber sérstök vernd og aðstoð. Öll börn , hvort sem þau eru fædd innan eða utan hjónaband, skulu njóta sömu félagslegu verndar.

Ástæðan fyrir því að ég er að benda á þessa grein er sú að við í Frjálslyndaflokknum erum í málefnavinnu fyrir landsþingið sem haldið verður dagana 19-20 mars. Ég stýri hóp sem fjallar um velferðar og mannréttindamál. Við í FF höfum mjög góða stefnu í velferðarmálum og hægt  er að skoða hana í málefnahandbók okkar á xf.is. Það sem við þurfum fyrst og fremst að gera núna er að móta hana eftir því efnahagsástandi sem við búum við í dag. Það er líka mikil hætta á því að stjórnvöld brjóti mannréttindi á þegnunum þegar kreppir að. Íslensk stjórnvöld víla ekki fyrir sér að brjóta mannréttindi á sjómönnum og því ættum við að vera enn frekar á varðbergi.

Hér koma nokkrir punktar úr þeirri málefnavinnu og gott væri að fá athugasemdir frá áhugasömum um velferðarmál.

 

Húsnæðismál

Frjálslyndi flokkurinn er andsnúinn því að fólk sé hrakið úr húsnæði sínu sökum núverandi kreppu.  Það er ekki sök húsnæðiseigenda hvernig er komið fyrir efnahag Íslands.  Því er ekkert sem réttlætir slíkan fórnarkostnað sem felur í sér að hrekja fólk frá heimilum sínum og sundra fjölskyldum.

Það eru mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið.

Hversu stór hluti af ráðstöfunartekjum fólks ætti að fara í húsnæði? (Sum lönd hafa ákveðið viðmið)

Aldraðir, fatlaðir og öryrkjar

Við verðum að passa upp á að hópar sem standa höllum fæti í samfélaginu og eiga ekki sterka málssvara fari ekki halloka í kreppunni. Einstaklingar hafi jafnan rétt og tækifæri.

Auðvelt að ráðast á lítilmagnann .

Við verðum að passa upp á að mannréttindi séu ekki brotin á þessum einstaklingum.

Væri ekki æskilegt að stofna embættið umboðsmann borgara?

Tryggja lágmarksframfærslu.

 Við viljum leggja áherslu á eflingu heimaþjónustu fyrir aldraða og að þeir geti átt val.

Ummönnun aldraðra heima hvílir æ meira á aðstandendum og er því nauðsynlegt að bregðast við því.  Sérstaklega þarf að gæta að stuðningi við aðstandendur heilabilaðra.

 

Atvinnuleysi

Hvernig getum við mætt atvinnulausum með virðingu?

Nauðsynlegt er að einfalda umsóknarferli hins atvinnulausa eftir aðstoð og bótum.  Auk þess þarf að einstaklingsmiða aðstoðina eftir mætti. 

Það vantar talsmann (umboðsmann) atvinnulausra.

Það þarf að fjölga atvinnutækifærum og efla endurmenntun til að halda atvinnulausu fólki virku í samfélaginu.

Atvinnulaus einstaklingur er auðlind sem er á mörkum þess að tapast fyrir fullt og allt. Þá auðlind verður að endurheimta með öllum tiltækum ráðum og umgangast með virðingu.

Framfærsla

Lágmarks nettó laun . Þarf samræmi milli stofnana.

Framhald kemur í næstu færslu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband