Vöknum til vitundar
4.10.2012 | 20:51
Ég á mér draum um að Íslendingar vakni upp af doðanum sem einkennt hefur landann undanfarið og fari að ræða um innihald nýrrar stjórnarskrár. Stjórnarskráin er einstakt tæki til að móta þjóðfélagið til betri vegar. Við fáum tækifæri til að segja hvað við viljum hafa eða ekki hafa í nýrri stjórnarskrá. Það eru margir út í hinum stóra heima sem horfa til okkar með öfund. Nýtum þetta tækifæri og förum að ræða um það hvað við viljum hafa í nýrri stjórnarskrá. Fræðumst um það hvað stjórnarskrá er og hvers vegna það er svo mikilvægt að almenningur hafi aðkomu að gerð stjórnarskrár. Gleymum því þó ekki að við getum ekki búið til okkar einka stjórnarskrá. Við verðum að gera málamiðlanir og finna út hvað er það mikilvægasta. Stjórnlagaráð lagði grunn að þeirri stjórnarskrá sem við eigum að fá að kjósa um þann 20.október. Eftir að hafa tekið tillit til skoðana 1000 manna þjóðfundar og valið það besta úr öðrum stjórnarskrám þá komst ráðið að þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir að landsmenn fái að kjósa um. Mér finnst ein af grundvallar spurningunum sem við þurfum að spyrja okkur vera hvort að þessi stjórnarskrá er betri en sú gamla? Ég get bara svarað fyrir mig og er alveg sannfærð um að þau drög að stjórnsarskrá sem verða lögð fyrir þjóðina eru betri. Ég vona að við getum farið að ræða um innihald nýju stjórnarskrárinnar og hvað það er sem okkur finnst vera betra eða verra. Stjórnarskráin er ekkert einkamál stjórnmálamanna heldur er hún sáttmáli um það hvernig þjóðfélag við viljum skapa. Látum þetta tækifæri ekki fram hjá okkur fara og ræðum saman um hvers konar þjóðfélag við viljum. Notum tímann vel fram að kosningunum 20. október.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:06 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir síðast Helga mín, fundurinn í Edinborg var svo sannarlega vel heppnaður í alla staði, og rétt að við verðum að geta skoðað kosti og galla þessa nýja framvarps að stjórnarskrár, helst æsingalaust.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 20:55
Takk sömuleiðis Ásthildur.Þetta var bara allt of stutt stopp.Það hefði verið gaman að kíkja í kúluhúsið en fórum að minnsta kosti fyrir utan húsið. Þetta var frábær fer á Vestfirði og okkur var vel tekið allstaðar.
Helga Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 22:49
Gaman að heyra næst kemurðu í kaffisopa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.