Búsáhaldarbyltingin

Búsáhaldarbyltingin var ákaflega sérstök. Venjulegir Íslendingar stóðu upp úr sófanum og mótmæltu. Grasrót myndaðist. Ég hef tekið þátt í því starfi í vetur. Síðan gerist það að það fjarar undan þessari byltingu. Fólk hvarf aftur til gömlu flokkanna. Einnig stofnuðu vinir mínir nýtt stjórnmálaafl-Borgarahreyfinguna og er það vel. Aftur á móti þurfti ég að kljást við sömu spurningu og margir aðrir, hvert skyldi halda. Þar sem ég hef verið í Frjálslynda flokknum ákvað ég að starfa þar áfram og reyna að styrkja þann flokk. Einnig að koma hugsunum úr grasrótinni og umræðum þar á framfæri þ.e. innan Frjálslynda flokksins. Hugsanlega munu allir flokkar landsins auðgast sökum grasrótarstarfsins í vetur. Spurningin er hvort sá byltingarandi nái inn á þing? Vonandi kjósum við ekki gamla spillingarliðið yfir okkur aftur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Helga mín, velkomin á moggabloggið.

Við vorum nú duglegar að halda fundi í Landssambandi kvenna, um mál öll, frá síðustu kosningum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.3.2009 kl. 01:03

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Velkomin Helga á Moggabloggið og takk fyrir pistilinn. Byltingin mun lifa í hugum okkar allra sem ljósið í hremmingunum. Byltingin er stolt þessarar þjóðar og verður ekki eignuð neinum stjórnmálaflokki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.3.2009 kl. 01:19

3 identicon

Hef eina spurningu. Hvað varð af búsáhaldabyltingunni þegar kom að auðmönnunum...??!

Var þá allt bara gott og engin ástæða til mótmæla lengur???

Eru einhverjir "byltingarsinnar" háðir auðmönnunum sem hafa tæmt peningaforða landsins???

Reyndar 3 spurningar, en maður spyr sig óneitanlega hvað skeði.......

Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 01:35

4 Smámynd: Benedikta E

Sæl Helga.

Velkomin á bloggið.

Ég er nýlega byrjuð að blogga í jan.ca.bát -  minnir mig - en maður er fljótur að komast inn í það - og verða húkt.

Heyrðu ég mundi vilja vera bloggvinur þinn - en ég kann ekki að senda það til þín - viltu biðja Gunnar að senda þig til mín - þá svara ég að ég vilji vera bloggvinur þinn.Kanski kannt þú það sjálf.

Gunnar skilur hvað ég meina - ef þú veist ekki við hvað ég á.

Kveðja.

Benedikta E, 22.3.2009 kl. 01:47

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Nei Helga, FF er liðin tíð og mun brátt heyra sögunni til. Því miður.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.3.2009 kl. 03:34

6 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Snæbjörn ég er sammála þér að það hefði mátt vera með háværari kröfur um allt sukkið. Við vissum ekki svona mikið í byrjun. Ein krafan var að fá óháða aðila til að rannsaka málin en þáverandi stjórnvöld stóðu gegn því. Því miður fór mesta púðrið úr umræðunni við stjórnarskiptin,kannski fóru menn að undirbúa kosningar. Það hefur svo sannarlega aldrei verið eins mikil þörf á gagnrýnni hugsun eins og nú. Höldum áfram að vera gagnrynin og spyrja spurninga.

Helga Þórðardóttir, 22.3.2009 kl. 10:06

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Snæbjörn, það er ekki fólksins að dæma heldur dómsvaldsins. Það er ekki okkar að taka menn af lífi eða tjarga þá án dóms og laga. Það er hins vegar okkar að sjá til þess að kerfið geri það. Nú bregður svo við að stór hluti þjóðarinnar virðist ætla að kjósa bara sama hyskið yfir sig aftur, hyski sem ég treysti vægast sagt ekki til þess að taka á þessum málum vegna persónulegra hagsmunatengsla allsstaðar í kerfinu.

Borgarahreyfingin - þjóði á þing hefur hins vegar enga hagsmuni neinsstaðar og við treystum okkur fyllilega til að hjóla í þá sem við á. Það liggur fyrir að það eina sem þarf til frystingar á eignum auðmanna er að hefja rannsókn á þeim. Hverju veldur að það er ekki löngu byrjað?

Leitt að heyra Helga að við skulum hafa tapað þér inn í Frjálslynda flokkinn. Hefði verið gaman að hafa þig með í starfinu hjá okkur, sé satt best að segja ekki um hvað Frjálslyndi flokkurinn snýst í dag. En gangi þér vel.

Baldvin Jónsson, 22.3.2009 kl. 10:52

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Helga. Velkomin á mbl.is /blogg. Ég vona að þú eigir eftir að eiga margar ánægjustundir á því eins og ég hef átt. Stundum er ég alveg í hláturskasti á kvöldin og hef reynt að vera meira á persónulegum nótum og léttari en beint pólitísk. Það velur hver sinn stíl. Ég fagna því að þú hefur snúið athygli þinni að Frjálslynda flokknum eftir búsáhaldaáslátt og mótmælastöðu gegn spilltu samfélagi. Ég hefði viljað sjá þig í öðru sæti á listanum í Reykjavík norður fyrst búið er að taka fyrsta sætið frá. Það hefði verið gaman ef við hefðum verið 4 konur að leiða í FF en 3 er líka flott. 

Baldvin. Frjálslyndi flokkurinn snýst um það sama í dag og áður að berjast fyrir réttlátara samfélagi. Nokkur af baráttumálum hans eru nú að komast á oddinn hjá öðrum flokkum eins og afnám verðtryggingar og mikið er rætt um leiðréttingu óréttláts kvótakerfis. Áður hélt fólk að við það færu bankarnir á hausinn út af veðunum  hlægileg rök en skiljanleg, en svo fóru þeir bara á hausinn án allrar hjálpar frá FF.  Takk fyrir að verða bloggvinkona Helga. Ég les alltaf karlinn þinn og er viss um að þú gefur honum ekkert eftir. Með góðri kveðju Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 22.3.2009 kl. 13:33

9 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Guðrún Þóra Það getur vel verið að FF komi ekki manni á þing en við megum ekki gefast upp fyrirfram.  Það gefst að minnsta kosti tækifæri til að koma öllum þeim góðu málum á framfæri í kosningabaráttunni sem FF hefur staðið fyrir alla tíð. Ég er bjartsýnismanneskja og gefst ekki auðveldlega upp.

Helga Þórðardóttir, 22.3.2009 kl. 17:48

10 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Baldvin  er ekki bara gott að fagnaðarerindið sé boðað á fleiri vígstöðum. Kolla er búin að svara svo vel um hvað FF snýst um en annars verður þú að fylgjast með blogginu mínu til að fá fleiri svör. Gangi ykkur líka rosalega vel í baráttunni

Helga Þórðardóttir, 22.3.2009 kl. 18:02

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Nú er bara að taka á því og drífa sig á þing Helga en Reykvíkingar fengju ekki betri liðsmann á þingið.

Sigurjón Þórðarson, 22.3.2009 kl. 22:45

12 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já hvað á að kjósa??? það er stór spurning. Til hamingju með bloggið.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 23.3.2009 kl. 00:14

13 Smámynd: Jens Guð

  Velkomin á bloggið.  Það verður gaman að fylgjast með bloggi þínu.

Jens Guð, 23.3.2009 kl. 00:16

14 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Helga

Ég er ein af þeim sem hef stutt mjög viðhugmyndina um Stjórnlagaþing og er í hópnum sem kom af stað undirskriftasöfnun á netinu undir áskorun til stjórnvalda www.nyttlydveldi.is Ég er nokkuð viss um að ef ekki verur gerður nýr grunnur undir samfélagið okkar, þá muni flokksræðið halda áfram í einhverri mynd. Ég tel að ný framboð skili ekki verulegum árangri til lýðræðisáttar með óbreyttir stjórnarskrá.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.3.2009 kl. 23:37

15 Smámynd: Baldvin Jónsson

Enda eru breytingar á stjórnarskrá undirstaðan í stefnu okkar í Borgarahreyfingunni Hólmfríður :)

Bendi á afar gott viðtal við Þór Saari í dag í Zetunni á mbl.is http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/23/thor_saari_i_zetunni

Baldvin Jónsson, 24.3.2009 kl. 01:47

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að vita af þér í Frjálslynda flokknum Helga mín.  Öflugur liðsmaður þar.  Málið er eins og þú bentir réttilega á að málefni Frjálslynda flokksins fara mjög vel saman við ætlanir Búsáhaldabyltingarinnar.  Um leið og ég óska Borgarahreyfingunni alls góðs og vona að þeir nái árangri, þá er það þannig því miður að það er erfitt fyrir nýjar hreyfingar að ná inn manni.  Það sást vel á Íslandshreyfingunni.  Það þarf endilega að yfirfara stjórnarskrána og aðlaga að nútímanum.  Um það getum við öll verið sammála. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband