Geir krossfestur líka.

Þetta er allt hið undarlegasta mál og allur málatilbúningur Sjálfstæðismanna sorglegur. Það er greinilegt að stórfyrirtæki hafa styrkt Sjálfstæðisflokkinn myndarlega, það er staðreynd. Sjálfstæðismenn hafa ætíð borið af sér að þeir væru kostaðir af stóreignamönnum. Núna er það staðreynd. Ýmsar eftirá skýringar koma frá Sjálfstæðismönnum sem í raun gerir stöðu þeirra enn verri. Þar að auki var greinilega engin vilji innan Sjálfstæðisflokksins að segja almenningi frá þessu áður en þetta komst upp. Því eru þeir á flótta núna og draga Geir Haarde fram í dagsljósið sem einhvern blóraböggul, síðasta fórn fyrrverandi formanns fyrir flokkinn. Á meðan reynir Bjarni Ben að leika óspjallaðan dreng sem aldrei hafi kynnst neinum stórfyrirtækjum. Þetta er í besta falli grátlegt.

Reyndar er spurningin hver verði sá þriðji sem verði krossfestur.


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Það er enginn miskun sýnd þegar heimili landsins eru "krossfest" og allar eignir rifnar af fólki og fjölskyldum.

Axel Pétur Axelsson, 9.4.2009 kl. 13:52

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Sorglegt hvernig RÁNFUGLINN, Samspillingin & Framsókn hafa farið með okkar góða land.  Búið að nauðga stærstum hluta þjóðarinnar síðstu 20 árin og ég er sammála Axel Pétur, mér liður eins og í raun sé búið að "krossfesta stóra hluta þjóðarinnar", við erum allaveganna í skuldarfangelsi - þökk sé nokkrum útvöldum ævintýramönnum (rétta fólkið) sem fékk frítt spill og verðlaun frá Óla grís.....  Framundan er langt sorgarferli..!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 9.4.2009 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband